top of page

Gjaldskrá breytist um áramót 2020

Sveitarstjórn tók fyrir á fundi sínum í síðustu viku allar gjaldskrár sveitarfélagsins og veður gjaldskrá dagvistunargjalda, frístundar og mötuneytis eftirfarandi:

  1. Gjaldskrá dagvistargjalda í leikskóladeild Kerhólsskóla:

4 klst. vistun 7.080 kr.

4,5 klst. vistun 7.965 kr.

5 klst. vistun 8.850 kr.

5,5 klst. vistun 9.735 kr.

6 klst. vistun 10.620 kr.

6,5 klst. vistun 12.005 kr.

7 klst. vistun 13.390 kr.

7,5 klst. vistun 14.775 kr.

8 klst. vistun 16.160 kr.

8,5 klst. vistun 20.930 kr.

9 klst. vistun 25.700 kr.

Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur dagvistunargjalda er samtengdur systkinaafslætti frístundar.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

  1. Gjaldskrá frístundar:

Hver klukkustund 300 kr.

Systkinaafsláttur er 25% fyrir annað barn, 50% afsláttur fyrir þriðja barn og 100% afsláttur fyrir fjórða barn. Systkinaafsláttur frístundar er samtengdur systkinaafslætti dagvistunargjalda.

Afsláttur einstæðra foreldra er 20%.

Afsláttur ef annað foreldri er í fullu námi er 20% en 40% ef báðir foreldrar eru í fullu námi.

  1. Gjaldskrá mötuneytis:

Gjaldfrjálst er fyrir börn Kerhólsskóla og frístundar í mötuneyti Kerhólsskóla. Jafnframt er gjaldfrjálst fyrir eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu í mötuneyti Kerhólsskóla.

Hádegisverður, starfsmanna 530 kr.

Hádegisverður, kostgangara 1.200 kr.

Breytingar taka gildi frá og með 1. janúar 2020

Upplýsingum mun verða breytt undir gjaldskrá um áramót.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page