top of page

Dagur Íslenskrar tungu 2019 í Kerhólsskóla

Kerhólsskóli mun að sjálfsögðu halda upp á dag íslenskrar tungu, sem er laugardaginn 16. nóvember. Það sem daginn ber upp á helgi í ár og frí í skólanum þá verður haldið upp á daginn föstudaginn 15. nóvember á milli klukkan 11:00 og 12:00 í Félagsheimilinu Borg. Boðið verður upp á söng, ljóðalestur og sögulestur. Foreldrar og eða forráðamenn barna í skólanum eru boðnir hjartanlega velkomnir á Borg þennan dag, ásamt eldri borgurum til að hlusta á nemendur flytja dagskrá dagsins.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996 en tilgangur dagsins er að halda íslenskri tungu í heiðri. Á deginum, sem er opinber fánadagur eru árlega veitt verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þá eru jafnframt veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls.

Dagur íslenskra tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert.Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða um allt land.

Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla munu halda upp á Dag íslenskra tungu föstudaginn 15. nóvember frá kl. 11:00 til 12:00 í salnum í Félagsheimilinu Borg.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page