top of page

Nemendaþing, skólaráðsfundur og ísveisla

Það hefur verið nóg að gerast síðustu daga í Kerhólsskóla þegar nemendur og framtíð þeirra er skoðuð því nýlega var haldið nemendaþing að ósk Fræðslunefndar í tengslum við gerð nýrrar skólastefnu Sveitarfélagsins, þá opinn skólaráðfundur og að síðustu var haldið upp á fundarhöldin með ísveislu í matsal skólans. Á nemendaþinginu komu nemendur, kennarar og starfsmenn sveitarfélagsins saman og fóru yfir helstu áherslu atriðið í skólastarfinu, ásamt því að ræða það sem betur mætti fara og hvað er hægt að gera til að auka enn frekar ánægju nemenda í skólanum. Krökkunum var skipt niður í nokkra hópa þar sem voru borðstjórar og ritarar. Þingið gekk mjög vel og komu margar frábærar hugmyndir frá nemendum, sem unnið verður með.

Á opnum skólaráðsfund á Borg síðdegis þriðjudaginn 5. nóvember var ytra mat Menntamálastofnunar fyrir Kerhólsskóla, sem fór fram vorið 2019 kynnti í máli og myndum með glærukynningu frá Menntamálastofnun. Í kjölfarið fóru fram umræður um matið.

Á fundinum var einnig farið yfir samstarfsverkefni Kerhólsskóla við Danskan skóla, sem kom í heimsókn í haust. Boðið var upp á súpu og brauð í boði sveitarfélagsins á fundinum.Hápunktur þessara funda var í hádeginu 6. nóvember þegar sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps og formaður fræðslunefndar komu askvaðandi inn í matsalinn á Borg og buðu öllum viðstöddum, nemendum og starfsfólki upp á ísveislu með þökk fyrir frábæra fundi, ekki síst á nemendaþinginu þar sem nemendur stóðu sig frábærlega.Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum og ísveislunni.

Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg og Magnús Hlynur

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page