top of page

Lestrarátak Ævars vísindamanns

Sæl veriði öll sömul.

Búið er að draga í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og ljóst er að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns!Sæl veriði öll sömul. Búið er að draga í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns og ljóst er að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátökum Ævars vísindamanns!

Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Úr okkar skóla var einn nemandi dreginn :

Ísold A Guðmundsdóttir, 6. bekk í Kerhólsskóla

Þá var dreginn út einn nemandi í hverjum skóla sem tók þátt og mun hann/hún fá áritað eintak af bókinni þegar hún kemur út. Í okkar skóla var það hann :

Andri Fannar Smárason í 1. bekk í Kerhólsskóla

Við viljum óska þeim innilega til hamingju með þetta.

Fyrir hönd Kerhólsskóla

Veiga Dögg Magnúsdóttir

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page