Starfsdagur 4. febrúar
Í gær var starfsdagur í Kerhólsskóla og fengum við til okkar Þær Fanneyju D. Halldórsdóttir og Elínu Yngvadóttir með fyrirlestur um Uppeldi til ábyrgðar. Þar sem skólinn leggur mikið uppúr því að fylgja þeim viðmiðum er alltaf gott að fá upprifjun. Þær eru að koma í annað sinn en þær komu einnig til okkar haustið 2017. Þær náðu að kveikja áhuga allra á efninu ásamt því að setja okkur í föndur, við föndruðum okkar hús þar sem talað er um að vera Fiðrildi, blaðra, stjarna eða hjarta. Gerður er spurningalisti sem svarað er með stigum 1,3,5 og í þeim flokki sem hæðstu stigin eru þar er þinn helsti styrk leiki. Þar á eftir föndruðum við húsið eftir stigafjölda í hverjum flokki. Stærsta mynstrið var með flestum stigum og minnsta með fæstum. Ef Þið hafið áhuga á að fræðast betur um þetta er um að gera að ræða það í vetrarsamtalinu föstudaginn 15. febrúar.
Eftir fyrirlesturinn fóru kennarar að sinna námsmati og leikskóli fór að funda.