top of page

Lestrarátak Kerhólsskóla


Kæru foreldrar

Á mánudaginn hófst lestrarátak í öllum bekkjum Kerhólsskóla. Þessi ákvörðun var tekin með tilliti til niðurstaðna síðustu lestrarkannana, en við teljum að nemendur okkar geti bætt lestrarhæfni sína með samstilltu átaki heimilis og skóla.

Barnið þitt fékk möppu með sér heim og í henni er að finna lestrarbók, skráningarblöð og lesskilningsverkefni. Nemendur lesa með foreldrum mánudag til laugardags (6x í viku). Átakið stendur í þrjár vikur (gert er hlé í páskafríi). Því lýkur föstudaginn 6. apríl.

Umsjónarkennari athugar skráningarblað nemandans daglega og ef ekki hefur verið lesið verður hringt í foreldrana til að ítreka mikilvægi þess að þessu heimanámi sé sinnt.

Að átakinu loknu endurtökum við lestrarprófin frá því í janúar til að sjá hver afraksturinn er.

Ef eitthvað er óljóst þá hvetjum við ykkur til að hafa samband við umsjónarkennara barnsins þíns.

Góða skemmtun

Íslenskukennarar Kerhólsskóla

Nýlegar fréttir
Mánuðir 
bottom of page