K E R H Ó L S S K Ó L I
Óveðursáætlun
Óveðursáætlun
Að fella niður kennslu vegna veðurs er neyðarúrræði. Ef ekki hefur komið tilkynning frá skólanum um að kennsla falli niður, en foreldrar telji veður viðsjált og hættulegt börnum sínum, halda þeir þeim að sjálfsögðu heima. Foreldrar bera fyrst og fremst ábyrgðin á sínum börnum. Slík forföll ber að tilkynna eins og önnur. Skólabílstjórar og skólastjórnendur meta hvort fella þurfi niður skólaakstur vegna færðar eða veðurs og er þá látið vita í gegnum sms- kerfi og tölvupósti mentors.
Viðbragðsáætlun vegna óveðurs og ófærðar.
Þegar veður og færð er ótrygg eru það skólastjórnendur sem taka ákvörðun um hvort að loka eigi skólanum vegna veðurs, færðar eða slæms veðurútlits. Áður en ákvörðun er tekin skoða skólastjórnendur vef veðurstofunnar og vegagerðarinnar, að því búnu er hringt í skólabílstjóra og metið með þeim hvernig færð og skyggni er á akstursleiðum. Skólastjórnendur þurfa einnig að athuga hvernig færð er fyrir starfsfólks skólans það er hvort það komist til og frá vinnu. Að þessum athugunum loknum taka skólastjórnendur ákvörðun með hag barnanna að leiðarljósi um hvort að loka eigi skólanum.
Ef skólahaldi er aflýst fer eftirfarandi ferli í gang.
Upplýsingagjöf:
-
Skólastjórnendur senda tilkynningu til foreldra með tölvupósti og SMS skilaboðum í gegnum mentor kerfið.
-
Skólastjórnendur setja tilkynningu á FB síðu starfsmanna og senda þeim SMS og/eða tölvupóst.
-
Skólaritari setur frétt um niðurfellingu skólahalds á heimasíðu skólans http://kerholsskoli.is.
Skólahverfi Kerhólsskóla er víðfermt og aðstæður misjafnar. Foreldrar þurfa undir öllum kringumstæðum að meta það hvort barn eigi erindi í skólann. Foreldrar tilkynna skólanum um forföll vegna veðurs ef þeir treysta sér ekki til þess að senda barn í skólann vegna veðurs, færðar eða slæms veðurútlits.
Ef senda þarf nemendur heim á skólatíma
Ef upp koma þær aðstæður að senda þarf börn heim á skólatíma fer eftirfarandi ferill í gang:
-
Frétt um að skólahaldi sé frestað er sett á vef skólans http://kerholsskoli.is
-
Skólastjórnendur skipuleggja úthringingu til foreldra og senda þeim SMS og/eða tölvupóst.