top of page

Orð af orði

Orð af orði er kennslufræði sem hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur barna og ungmenna. Heitið sprettur af orðaleik þar sem „orðaforði“ er sundurgreint á frumlegan hátt í orð-af-orði.

Nám er félagslegt og þegar nemendur vinna saman og ræða saman stuðlar það að betra valdi á orðaforða, orðræðu og því námsefni sem fengist er við.

Höfundur og rétthafi er Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri.
Sérsvið hans er læsi, nám og kennsla. Hann hefur m.a. haft umsjón með námskeiðum í kennaradeild HA er varða læsi svo sem læsi til skilnings, lestri — fyrstu skrefin, leshömlun og læsi til náms. Þá hefur Guðmundur haft umsjón með ýmsum kennslufræðinámskeiðum.

Guðmundur hefur leyfisbréf til starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og hefur reynslu af kennslu í grunnskóla og tónlistarskóla. 

​Í doktorsnámi sínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands beinir Guðmundur sjónum að orðaforða og læsi og áhrifum markvissrar kennslu í þeim efnum á nám og kennslu.

Fengið af: https://hagurbal.weebly.com/​

fjara.webp
bottom of page