K E R H Ó L S S K Ó L I
Orð af orði
Orð af orði er kennslufræði sem hefur þann tilgang að efla læsi og námsárangur barna og ungmenna. Heitið sprettur af orðaleik þar sem „orðaforði“ er sundurgreint á frumlegan hátt í orð-af-orði.
Nám er félagslegt og þegar nemendur vinna saman og ræða saman stuðlar það að betra valdi á orðaforða, orðræðu og því námsefni sem fengist er við.
Höfundur og rétthafi er Guðmundur Engilbertsson, lektor við Háskólann á Akureyri.
Sérsvið hans er læsi, nám og kennsla. Hann hefur m.a. haft umsjón með námskeiðum í kennaradeild HA er varða læsi svo sem læsi til skilnings, lestri — fyrstu skrefin, leshömlun og læsi til náms. Þá hefur Guðmundur haft umsjón með ýmsum kennslufræðinámskeiðum.
Guðmundur hefur leyfisbréf til starfa á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og hefur reynslu af kennslu í grunnskóla og tónlistarskóla.
Í doktorsnámi sínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands beinir Guðmundur sjónum að orðaforða og læsi og áhrifum markvissrar kennslu í þeim efnum á nám og kennslu.
Fengið af: https://hagurbal.weebly.com/