top of page

List- verk og val greinar

List- og verkgreinar

Allir eru sammála um gildi list- og verkgreina fyrir skólastarf. Talsverð áhersla hefur verið lögð á þessar greinar undanfarin ár í skólanum. Skólinn er fyrir alla og þess vegna skiptir máli að koma til móts við áhuga hvers og eins. Það eru ekki allir sem finna sig í bóklegu námi en blómstra í því verklega. Skólanum ber að koma til móts við þarfir þessara nemenda því list- og verkgreinar skipta miklu máli fyrir þroska og framtíð einstaklingsins. Bóklegar og verklegar greinar styðja hver aðra og er samþætting námsgreina ein leið til árangurs.

Valgreinar nemenda í 5. - 10. bekk

Til þess að koma sem best til móts við þarfir og óskir nemenda í Kerhólsskóla var ákveðið að hafa valsmiðjurnar á skólatíma styttri. Teknar voru upp smiðjur sem breytast á 8 vikna fresti, nemendur velja eina smiðju í hvert sinn. Nemendur koma sjálfir með hugmyndir af smiðjum og þær eru m.a. tónlist, bókalestur, leikskólaval, íþróttir, útieldun, vísindaval, fjölsmiðja, kvikmyndaval o.s.frv.

Smiðjuhelgar 8.-10. bekk

Hér er slóð á upplýsingar um smiðjuhelgar: https://www.smore.com/j7xyw-smi-juhelgar 

Hvað er smiðjuhelgi?

Nemendur 8. - 10. bekkjar fara  í smiðjuhelgar þrisvar á skólaárinu í samstarfi við nágrannaskólana.

  • Er samstarfsverkefni á milli grunnskóla í Árnesþingi.

  • Er list- og verkgreinaval í námskeiðsformi.

  • Verður haldin þrisvar yfir skólaárið á mismunandi stöðum.​​

  • Verður frá klukkan 12:00 á föstudegi til klukkan 18:00 á laugardegi, gist verður eina nótt.

  • Með samvinnu skólanna er hægt að bjóða upp á spennandi námskeið og fjölbreyttara val heldur en hver og einn skóli getur boðið upp á.

  • Svona smiðjuhelgi eykur líkurnar á að það víkki sjóndeildarhring hvers og eins nemanda.

  • Reynt verður að fá bestu kennara og leiðbeinendur sem völ er á hverju sinni, fyrir hverja smiðju fyrir sig.

bottom of page