K E R H Ó L S S K Ó L I
Kennsluáætlun 9. bekkur
Hæfniviðmið danska 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í dönsku við lok 2. stigs
Hlustun
Að nemandi:
-
Geti skilið talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega
-
Geti skilið í meginatriðum samtöl og viðtöl um efni tengt daglegu lífu og efni sem tengist viðfangsefnum námsins og nýtt sér í ræðu og riti
-
Geti fylgt þræði í aðgengulegu fjölmiðlaefni og efni dægurmenningar sem höfðar til hans og getur sagt frá eða unnið úr því á annan hátt
-
Geti hlustað eftir einstökum nákvæmum atriðum þargar þörf krefur, eins og t.d. tilkynningum og leiðbeiningum við kunnuglegar aðstæður og brugðist við með orðum eða athöfnum
Lesskilningur
Að nemandi:
-
Geti lesið sér til gagns og ánægju auðlesna texta af ýmsum gerðum um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða og beitt mismunandi lestraraðferðum eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum
-
geti skilið megininntak í aðgengilegum frásögnum, dagblaða, tímarita og netmiðla og brugðist við og fjallað um efni þeirra
-
geti fundið lykilupplýsingar í texta í þeim tilgangi að núta í verkefnavinnu
-
geti lesið sér til gagns og gamans auðlesnar bækur og tímarit ætluð ungu fólki og fjallað um efni þeirra og skilið leiðbeiningar og upplýsingar um það sem snertir daglegt líf, t.d. tómstundir og ferðalög
Samskipti
Að nemandi:
-
Geti sýnt fram á að hann er nokkuð vel samræðuhæfur um efni sem hann þekkir vel, beitir máli, framburði, áherslum og hrynjandi af nokkru öryggi, skilur og notar algengustu orðasambönd daglegt máls og viðeigandi kurteisivenjur og kann aðferðir til að gera sig skiljanlegan, t.d. með látbragði
-
Geti tekið þátt í óformlegu spjalli um áhugamál sín og daglegt líf
-
Geti bjargað sér við algengar aðstæður, t.d. í verslunum, á veitingastöðum og á ferðalögum
-
Geti notað málið sem samskiptamiðil í kennslustundum og undirbúið, tekið og veitt viðtal
Frásögn
Að nemandi:
-
Geti tjáð sig um það sem við kemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli hvað varðar málnotkun, framburð, áherslur og orðaval
-
Geti sagt hnökralítið frá reynslu, framtíðaráformum og eigin skoðuðum
-
Geti greint frá og lýst atburðum og athöfnum með stuðningi gátlista, tónlistar, mynda o.s.frv.
-
Geti flutt einfalda, undirbúna kynningu á efni sem tengist náminu og flutt tilbúið eða frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra
Ritun
Að nemandi:
-
Geti skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir, beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt, sýnt fram á allgóð tök á daglegum orðaforða og orðaforða sem unnið hefur verið með, skapað samhengi í textanum og notað til þess algengustu tengiorð og greinarmerki
-
Geti skrifað texta af mismunandi gerðum, með stuðningi, t.d. gátlista og fyrirmynda og hagað máli sínu í samræmi við inntka og viðtakanda
-
Geti sagt nokkuð lipurlega frá og brugðist við því sem hann hefur lesið, séð eða heyrt
-
Geti lýst atburðarás eða því sem hann hefur upplifað og notað orðaforða sem lýsir þróun, hraða, eftirvæntingu o.s.frv.
-
Geti samið texta þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
Menningarlæsi
Að nemandi:
-
Geti sýnt fram á að hann þekkir til og skilur allvel ákveðin lykileinkenni í menningu viðkomandi mál- og menningarsvæðis sem snúa að daglegu lífi og aðstæðum íbúanna, einkum ungs fólks og getur sett sig í þeirra spor
-
Geti sýnt fram á að hann þekkir til siða og hefða viðkomandi mál- og menningarsvæða og getur borið saman við eigin menningu
-
Geti sýnt fram á að hann áttar sig á skyldleika erlenda málsins við íslensku, eigið tungumál eða önnur tungumál sem hann er að læra
Námshæfni
Að nemandi:
-
Geti sett sér nokkuð raunhæf markmið, gert sér nokkra gerin fyrir hvar hann stendur í náminu og beitt aðferðum til að skipuleggja sig og bæta þar sem þess gerist þörf
-
Geti beitt lykilnámsaðferðum til að auðvelda skilning og notkun á tungumálinu og valið aðferð sem hæfir viðfangsefninu, t.d. umorðað ef hann vantar orð og lesið í aðstæður og getið sér til hvaða samræður fara þar fram
-
Geti beitt sjálfsmati og tekið þátt í jafningamati á raunsæjan hátt og veitt sanngjarna endurgjöf með stuðningi frá kennara
-
Geti nýtt sér eigin reynslu og þekkingu þegar kemur að því að tileinka sér nýja þekkingu
-
Geti tekið þátt í samvinnu um ýmiss konar viðfangsefni og sýnt öðrum tillitssemi
-
Geti nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. uppflettirit, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarform og leitarvélar
Námshæfni
Að nemandi:
-
Geti sett sér nokkuð raunhæf markmið, skipulagt nám sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu
-
Geti beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða
-
Geti beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati og jafningamati í tengslum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf
-
Geti nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýna þekkingu og nota í nýju samhengi
-
Geti unnið sjálfstætt, með öðrum og undir leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja
-
Geti nýtt sér algengustu hjálpartæki, s.s. ítarefni, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttingarform, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist af gagnrýni
Kennslugögn
Kennslugögn eru Tænk lestrarbók og vinnubók A, Smil lestrarbók og vinnubók A, ásamt hlustunaræfingar tengd námsefnunum. Auk þess verða orðabækur notaðar, efni frá kennara, léttlestrarbækur og veraldarvefurinn. Þá verður lagt upp með að nota tungumálið og tala það.
Kennsluhættir
Kennsluhættir Nemendur eru 3,5 kennslustund á viku í dönsku í samkennslu með 8. bekk. Lögð er áhersla á færniþættina fjóra: lestur, hlustun, tal og ritun. Ritun er það erfiðasta í öllum tungumálum, þess vegna er lögð áhersla á að nemendur skrifi sem oftast og noti orðaforðann sem mest. Meðal annars við úrlausnir í verkefnabók og í ritun út frá texta eða myndum í lestrarbókinni.
Nemendur skipust á að lesa upphátt, þýða texta í námsefninu og glósa orð í glósubók. Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið. Einnig verður einstaklings og/eða paraverkefni í ritun og í tengslum við kynningar.
Námsmat
Námsmati í dönsku er skilað tvisvar á skólaárinu, að lokinni annarri og þriðju önn. Kannarnir eru í orðaforða í lok kafla sem kanna þekkingu og notkun orðaforða. Það mun líka fara fram jafningamati í tengslum við hópastarf, sjálfsmati og gagnvirka könnun í Kahoot. Metið verður eftir hæfniviðmiðum úr námskrá Árnesþings fyrir 8.bekk í dönsku sem samræmast viðmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Nemendur fá leiðbeinandi mat í umsögnum og einkunnargjafar í í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, eða D, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Hæfniviðmið enska 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í ensku af 3. Stigi = 9. bekkur
Hlustun
Að nemandi geti:
-
Fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni í kunnuglegum aðstæðum þegar framsetning er áheyrileg,
-
Tileinkað sér aðalatriði úr kynningum og frásögnum sem eru innan áhuga-, náms- og þekkinarsviðs hans og brugðist við efni þeirra, sagt frá, unnið úr eða nýtt sér á annan hátt,
-
Án vandkvæða fylgt með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr,
-
Hlustað eftir nákvæmum upplýsingum, valið úr þær sem við á og brugðist við eða unni úr þeim.
Lesskilningur
Að nemandi geti :
-
lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toba með nokkrum fjölþættum orðaforða og valið lestraraðferðir eftir eðlik textans og tilgangi með lestrinum,
-
aflað sér upplýsinga úr texta, greint aðalatriði frá aukaatriðum, gert sér grein fyrir helstu niðurstöðum og nýtt sér í verkefnavinnu,
-
lesið sér til fróðleiks rauntexta, t.d. úr dagblöðum, tímaritum og netmiðlum sem fjalla um efni er varðar líf hans, aðstæður eða umhverfi, brugðist við efni þeirra, sagt frá eða unnið úr á annan hátt,
-
lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra og lesið og tileinkað sér efni sem tengist öðrum námsgreinum og hugtök sem tengjast þeim og nýtt í nýju samhengi.
Samskipti
Að nemandi geti:
-
Sýnt fra á að hann er vel samræðuhæfur um kunnugleg málefni, beitir nokkuð réttu máli, eðlilegum framburði, áherslum og hrynjanda, notar algeng föst orðasambönd úr daglegu máli og kann að beita viðeigandi kureisis- og samskiptavenjum, hikorðum og ólíkum aðferðum til að gera sig skiljanlegan og skilja aðra, t.d. með því að umorða,
-
Tekið þátt í óformlegu spjalli um daginn og veginn um efni sem hann er vel heima í
-
Tekist á við margs konar aðstæður í almennum samskiptum, t.d. miðlað og tekið á móti upplýsingum á ferðalögum, sem gestgjafi eða netsamskiptum,
-
Tekið þátt í skoðanaskiptum, fært einföld rök fyrir máli sínu og tekið tillit til sjónarmiða veimælanda.
Frásögn
Að nemandi geti:
-
Tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, biett tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar reglur um málnotkun, framburð áherslur, hrynjandi og orðaval,
-
Tjáð sig skipulega með undirbúið eða óundirbúið efni sem hann þekkir, hefur hlustað á, lesið um eð a unnið með í námi sínu, sagt skoðun sína á því og brugðist við spuringum,
-
Flutt stutta frásögn eða kynningu um undirbúið efni blaðalaust og af nokkru öryggi,
-
Samið, æft og flutt frumsamið efni, t.d. stutt atriði eða sögu, einn eða í félagi við aðra.
Ritun
Að nemandi geti:
-
Skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, sýnt fram á góð tök á orðaforða og meginreglum málnotkunar, fylgt hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta og notað tengiorð við hæfi,
-
Skrifað ýmsar gerðir af textum, bæði formlega og óformlega og hagað orðum sínum með lesanda í huga og í samræmi við inntak og tilgang með skrifum,
-
Skrifað um eða brugðist skilmerkilega við því sem hann hefur hlustað á, séð eða lesið og fylgt ákveðnu formi textagerðar þar sem þá við,
-
Tjáð sig um skoðanir sínar, tilfinningar, reynslu og þekkingu,
-
Leikið sér með málið og látið sköðunargáfuna og ímyndunaraflið njóta sín.
Menningarlæsi
Að nemandi:
-
Sýnt fram á að hann þekkir vel til mannlífs og menningar á viðkomandi málsvæði og gerir sér vel grein fyrir hvað er líkt eða ólíkt hans eigin aðstæðum,
-
Sýnt fram á að hann þekkir nokkuð til innri samfélagsgerðar, hvað einkennir þjóðfélagið og það sem er efst á baugi hverju sinni,
-
Sýnt fram á að hann kann nokkur deili á fjölbrayttum uppruna þegnanna á viðkomandi másvæði og gerir sér grein fyrir takmörkunum staðalmynda og áhrifum fordóma,
-
Getur greint á milli helstu afbrigða tungumálsins, t.d. hvað er danska, norska, sænska, færeyska, skoska, ameríska.
Námshæfni
Að nemandi:
-
Sett sér raunhæf markmið, skipulagt náms sitt á markvissan hátt og lagt mat á eigin stöðu og námsframvindu,
-
Beitt margvíslegum námsaðferðum sem geta komið að gagni í náminu og veit hvenær þær eiga við, t.d. nýtt sér samhengi í texta eða aðstæðum til að geta sér til um merkingu orða,
-
Beitt á raunsæjan hátt sjálfsmati og jafningjamati í tenglum við viðfangsefni námsins og veitt sanngjarna endurgjöf,
-
Nýtt sér reynslu sína og þekkingu til að skapa nýja þekkingu og nota í nýju samhengi,
-
Unnið sjálfstætt, með öðrum og unirð leiðsögn og tekið tillit til þess sem aðrir hafa til málanna að leggja,
-
Nýtt sér öll helstu hjálpartæki, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðafsöfn, leiðréttingarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni.
Kennslugögn
Kennslugögn eru Spotlight 9 lestrarbók, vinnubók ásamt hlustunaræfingar tengd námsefnunum. Nemendur fá að velja sér enska kjörbók til lesturs. Þá verður ritun, upplestur, val- og áhugasviðsverkefni einnig í boði. Auk þess verða orðabækur notaðar, léttlestrarbækur og veraldarvefurinn. Þá verður lagt upp með að nota tungumálið og tala það.
Kennsluhættir
Kennsluhættir Nemendur eru eina kennslustund 60 mín. og tvisvar í 40 mín. á viku í ensku í samkennslu með 9. og 10. bekk. Lögð er áhersla á færniþættina fjóra: lestur, hlustun, tal og ritun. Ritun er það erfiðasta í öllum tungumálum, þess vegna er lögð áhersla á að nemendur skrifi sem oftast og noti orðaforðann sem mest. Meðal annars við úrlausnir í verkefnabók og í ritun út frá texta eða myndum í lestrarbókinni.
Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið. Nemendur skipust á að lesa upphátt og þýða texta í námsefninu. Einnig verður paraverkefni í ritun og í tengslum við kynningar.
Námsmat
Námsmati í ensku er skilað í lok skólaárs. Ýmis verkefni eru lögð fyrir jafnt og þétt. Nemendur fá leiðbeinandi mat í umsögnum og einkunnargjafar í í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, eða D, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, þáttöku, framlagi og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Hæfniviðmið íslenska 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í íslensku – 9. bekkur
Talað mál, hlustun og áhorf
Að nemandi:
-
geti flutt mál sitt skýrt og áheyrilega og hafi tileinkað sé viðeigandi talhraða og fas,
-
gert sér grein fyrir eðli góðrar framsagnar og framburðar og nýtt leiðbeiningar um framsögn, svo sem um áherslu, tónfall, hrynjandi og fas og lagað það að viðtakanda og samskiptamiðli á fjölreyttan hátt, m.a. með leikrænni tjáningu,
-
nýtt aðferðir sem hann hefur lært til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar með ýmsum hætti, rökstutt þær og valið þeim miðil sem hentar,
-
hlustað, tekið eftir og nýtt sér upplýsingar í töluðu máli til fróðleiks og skemmtunar, einnig notið myndefnis, upplestrar, leikins efnis og tónlistar og gert grein fyrr skoðunu sinni á viðkomandi efni,
-
nýtt sér fjölmiðla, svo sem útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og rafrænt efni, og tekið afstöðu til þess sem þar er birt
-
átt góð samskipti þar sem gætt er að máli, hlustun, tillitsemi, virðingu og kurteisi.
Lestur og bókmenntir
Að nemandi:
-
geti lesið almenna texta af öryggi og með góðum skilningi, lagt mat á þá og túlkað,
-
skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi,
-
og m.a. valið og eitt mismunandi aðferðum við lestur,
-
greint og skilið aðalatriði og aukaatriði í margs konar texta og glöggvað sig á tenglum efnisatriða,
-
gert sér grein fyrir eðli og einkennum margvílera textategunda og ert öðum grein fyrir því,
-
lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta,
-
beitt nokkrum grunnhugtökum í bómenntafræði, svo sem minni, fléttu, sjónarhorni og sögusviði og kannast við myndmál, algengustu tákn og sílbrögð,
-
notað algeng hugtök í bragfræði í umfjöllun um bundið mál og óbundið, lesið og túlkað ljóð af ýmsum toga og frá ýmsum tímum,
-
leitað og aflað sér heimilda úr ýmsum gagnabrunnum og lagt mat á gildi og trú terðugleika ritaðs máls, svo sem fjölmiðla- og margmiðlunarefnis, og tekið gagnrýna afstöðu til þess,
-
unnið úr tölulegum og myndrænum upplýsingum, túlkað þær, tent saman efni sem sett er fram á ólíkan hátt og nýtt sér,
-
valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæðður lesandi sem gerir sér grein fyrir gilidi þess að lesa.
Ritun
Að nemandi:
-
geti skrifað skýrt og greinilega og beitt ritvinnslu af öryggi, notað orðabækur og önnur hjálpargögn, gengið frá texta, vísað til heimilda og skráð þær,
-
beitt skipulegum vinnubrögðum við ritun, skipað efnisatriðum í röklegt samhengi og mótað málgreinar og efnisgreinar,
-
tjáð hugmyndir sínar og skoðanir og rært rök fyrir þeim í rituðu máli, samið texta frá eigin brjósti og er óhreddur við að beita ríkulegum tungutaki í skapandi ritun,
-
beitt reglum um réttritun, hefur náð góðu valdi á stafsetingu og gerir sér grein fyrir að rétt stafsetning er virðing við mál, eexta og lesanda,
-
valið og skrifað mismundi textagerðir sem hæfa viðkomandi verki og beitt mismunandi orðaforða og málsniði við hæfi,
-
notað helsut aðgerðir við ritvinnslu, valið viðeigandi heimildir, vísað til þeirra og sett í heimildaskrá svo sem reglur kveða á um,
-
skrifað rafrænan texta og tengt texta, mynd og hljóð eftir því sem við á, gerir sér grein fyrir lesanda og miðar samningu við hann.
Málfræði
Að nemandi:
-
geti beitt helstu málfræðihugtökum í umræðu um notkun málsins og þróun þess,
-
valið orð í tali og ritun í samræmi við málsnið, gert sér grein fyri rmikilvægi þess að rækta orðaforðann og nýtt reglur um orðmyndun og einingar orða við ritun,
-
flett upp í handbókum, orðasöfnum og rafrænum orðabönkum og nýtt sér málfræðilegar upplýsingar sem þar er að finna,
-
áttað sig á beygingarlegum og merkingalegumeinkennum orðflotkka og gert sér grein fyrir hlutverki þeirra í eigin texta og annarra,
-
notað fleyg orð, algeng orðtök, málahætti og föstu orðasambönd til að auðga mál sitt og gerir sér grein fyrir þýðingu lestrar, ekki síst bókmennta, í þessu skyni,
-
gert sér grein fyrir mismunandi málnotkun og málsniði eftir efni og tilefni. Áttar sig á staðbundum, starfstengdum og aldurstengdum tilbrigðum í orðaforða og málnotkun og kþekkir til helstu framburðarmálýskna,
-
átta sig á skyldleika íslensku við önnur mál og aða tungumál, þar á meðal íslenska, breytast sífellt,
-
átta sig á og beitt sköpunarmætti tungumálsins og nýtt það m.a. við ritun, tal við nýyrðasmíð, í orðaleikjum og skáldskap,
-
gert sér grein fyrir mikilvægi góðrar færni í máli, ábyrgð sinni við að bæta mál sitt og getur nýtt þekkingu sína á íslenskri málfrææi við ám í erlendum tungumálum.
Kennslugögn
Kennslugögn eru Málfækt 1-2-3, fjölbreytt málfræðiverkefni og ritunaræfingar í ,,Vanda málið“, lestrar- og vinnubók, Tungufoss og Tungutak. Þjóðsögur og ævintýri úr ýmsum áttum s.s. Ljóðspor, Ljóðspeglar, Skólaljóð og þá eru gerðar stafsetningaræfinar eftir upplestri, kennari les upp sögur og ljóð og nemendur lesa upp sögur og ljóð eftir sjálfa sig og aðra, æfð framsögn og tjáning.
Valdar eru 2-3 af eftirfarandi sögum: Hrafnkels saga Freysgoða, Gunnlaugs saga ormstungu, Grettis saga, Gísla saga Súrssonar
Nútímalestur fellst svo í frjálsum lestri. Ritun, upplestur, val- og áhugasviðsverkefni einnig í boði. Auk þess verða orðabækur notaðar, léttlestrarbækur og veraldarvefurinn. Þá verður lagt upp með að nota tungumálið og tala það.
Kennsluhættir
Kennsluhættir Nemendur eru fimm stundir í viku í íslensku í samkennslu með 8.-10. bekk. Lögð er áhersla á færniþættina fjóra: Talað mál (hlustun og áhorf), lestur og bókmenntir, ritun og málfræði.
Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið.
Námsmat
Námsmati í íslensku er skilað tvisvar á skólaárinu, að lok annari og þriðju önn. Kannarnir eru lagðar fyrir.
Nemendur fá leiðbeinandi mat í umsögnum og einkunnargjafar í Mentor og með A – B+ - B – C+ - C og D allt eftir því sem við á . Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, þátttöku, framlagi og viðhorfi nemenda í kennslustundum.
Hæfniviðmið náttúrufræði og umhverfismennt 9. bekkur
Í náttúrugreinum eru tveir flokkar hæfniviðmiða sem eiga að fléttast saman.
Annars vegar hæfniviðmið um verklag og hins vegar hæfniviðmið um viðfangsefni. = 9. bekkur
Verklag
Hæfniviðmið um verklag skiptast í:
-
Getu til aðgerða
-
Nýsköpun og hagnýting þekkingar
-
Gildi og hlutverk vísinda og tækni
-
Vinnubrögð og færni
-
Ábyrgð á umhverfinu
Geta til aðgerða
Að nemandi geti:
-
Greint hvernig þættir eins og tæknistig, þekking, kostnaður og grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða lausn viðfangsefna er valin hverju sinni.
-
Tekið þátt í og útskýrt reynslu sína og niðurstöðu af þátttöku í aðgerðum sem varða náttúru og samfélag.
-
Tekið rökstudda afstöðu til málefna og komið með tilögur um hvernig megi bregðast við breytingum en um leið tekið mið af því að í framtíðinni er margt óvisst og flókið.
-
Greint stöðu mála í eigin umhverfi og aðdraganda þess, í framhaldi skipulagt þátttöku í aðgerðum sem fela í sér úrbætur.
Nýsköpun/hagnýting þekkingar
Að nemandi geti:
-
Gert grein fyrir hvernig niðurstöður rannsókna hafa haft áhrif á tækni og atvinnulíf í nánasta umhverfi og samfélagi og hvernig þær hafa ekki haft áhrif.
-
Dregið upp mynd af því hvernig menntun, þjálfun, starfsval og áætlanir um eigið líf tengjast breytingum á umhverfi og tækni.
Gildi og hlutverk vísinda og tækni
Að nemandi geti:
-
Metið gildi þess að upplýsingum um vísinda- og tækniþróun sé miðlað á skýran hátt.
-
Beitt algengustu hugtökum og heitum í náttúrugreinum unglingastigsins.
-
Skýrt með dæmum hvernig náttúruvísindi, tækni, menning, heimsmynd mannsins og náttúran hafa áhrif hvert á annað.
-
Unnið með samþætt viðfangsefni með vinnubrögðum náttúrugreina og tekið gagnrýna afstöðu til siðferðilegra þátta tengdum náttúru, umhverfi, samfélagi og tækni.
Vinnubrögð og færni
Að nemandi geti:
-
Framkvæmt og útskýrt eigin athuganir úti og inni.
-
Lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.
-
Kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.
-
Beitt vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda.
-
Gefið skýringar á og rökrætt valið efni úr athugunum og heimildum.
-
Aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum á íslensku og erlendum málum.
Ábyrgð á umhverfi
Að nemandi geti:
-
Rætt af skilningi eigin lífssýn og ábyrgð innan samfélags og tekið dæmi úr eigin lífi.
-
Tekið þátt í að skoða og skilgreina stöðu umhverfismála á heimsvísu og rætt um markmið til umbóta.
-
Sýnt fram á getu til að vinna að umbótum í eigin sveitarfélagi.
-
Tekið eftir og rætt atriði í umhverfinu sínu, gert grein fyrir áhrifum þeirra á lífsgæði og náttúru, sýnt umhverfinu umhyggju og rökrætt eigin skoðun á því.
-
Skoðað og skráð atburði eða fyrirbæri sem snerta samspil manns og umhverfis, í framhaldi tekið virkan þátt í gagnrýnni umfjöllun um málið og gert tillögur um aðgerðir til bóta.
Viðfangsefni
Hæfniviðmið um viðfangsefni skiptast í:
-
Að búa á jörðinni
-
Lífsskilyrði manna
-
Náttúrua Íslands
-
Heilbrigði umhverfisins
-
Samspil vísinda, tækni og þróunar í samfélaginu
Að búa á jörðinni
Að nemandi geti:
-
Útskýrt breytingar á landnotkun og tengsl þeirra við jarðvegseyðingu og orkuframleiðslu.
-
Útskýrt árstíðabundið veðurlag og loftslagsbreytingar, ástæður og afleiðingar.
-
Útskýrt og rætt ástæður náttúruverndar.
Lífsskilyrðimanna
Að nemandi geti:
-
Lýst flæði orku í náttúrunni, útskýrt ljóstillífun og bruna og gildi þeirra.
Náttúra Íslands
Að nemandi geti:
-
Gert grein fyrir eigin athugunum á lífverum, hegðun þeirra og búsvæðum.
-
Útskýrt flokka lífvera eftir skyldleika, ein og fjölfrumunga.
-
Útskýra þarfi ólíkra lífvera í ólíkum vistkerfum.
Heilbrigði umhverfisins
Að nemandi geti:
-
Sagt fyrir um þjónustu sem náttúrulegir ferlar veita.
-
Nýtt frumeindakenninguna og lotukerfið til að útskýra eiginleika efna, efnabreytingar og hamskipti.
-
Rætt á gagnrýninn hátt framleiðslu, flutning og förgun efna.
Samspil tækni vísinda, / þróunar í samfélagi
Að nemandi geti:
-
Fjallað á gagnrýninn hátt um aukaefni í mat og aðferðir til að auka geymsluþol matvæla.
Kennslugögn
Kennslugögn eru náms- og verkefnabækurnar Lífheimurinn, Efnisheimurinn og CO2 framtíðin í okkar höndum auk forrita, námsvefja og myndskeiða á hjá Menntamálastofnun. Einnig verður leitað fanga á bókasafni skólans og á veraldarvefnum.
Námsmat
Námsmati í náttúrugreinum er skilað tvisvar á skólaárinu, febrúar og maí og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, eða D, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum og gagnvirkpróf að loknum köflum eða kannanir frá kennara.
Kennsluhættir
Kennsluhættir eru af ýmsum toga. Mikið verður um umræður, samlestur, hópverkefni og kynningar. Athuganir og munu fara fram innan og utandyra. Skráning mun fara fram með ljósmyndum, myndskeiðum, teikningum og texta. Horft verður á kennslumyndbönd og notuð kennsluforrit og námsvefir frá Menntamálastofnun. Heimilda verður leitað á skólabókasafni og á veraldarvef.
Hæfniviðmið samfélagsgreinar 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í samfélagsfræði = 9. Bekkur
Reynsluheimur
Umhverfi, samfélag, saga, menning: Hæfni nemanda til að skilja veruleikann
Að nemandi geti:
-
sýnt fram á skilning á mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs,
-
ígrundað víxlverkun samfélags, stjórnmála, náttúrum trúar og lífsviðhorfa í tímans rás, í samhengi nærsamfélags og hnattvæðingar,
-
sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf,
-
fjallað á upplýstan hátt um einkenni og stöðu Íslands í heiminum í ljósi legu og sögu landsins og breytilegrar menningar, trúar, lífsviðhorfa og stjórnarfars,
-
sýnt fram á skilning á heimabyggð sinni og útskýrt samhengi hennar við umhverfi, sögu, menningu, listir, félagsstarf og atvinnulíf,
-
aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni, sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi,
-
rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélagsmálefni,
-
fjallað um náttúruferla sem mynda og móta land og hafa áhrif á loftslag og gróður,
-
útskýrt megineinkenni gróðurfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig þessir þættir móta ólík lífsskilyrði,
-
greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum,
-
gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun,
-
greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum,
-
sýnt fram á þekkingu og gagnrýna sýn á tímabil, atburði, persónur, menningartengsl og þróunarferla á ýmsum tímum, sem vísað er til í þjóðfélagsumræðu,
-
gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum,
-
séð hvernig sagan hefur mótast af umhverfisþáttum og samfélagsskipulagi, þjóðfélagshreyfingum og hugmyndastefnum, viljaverkum og tilviljunum,
-
gefið skýringar á og rökrætt gerð og þróun íslensks þjóðfélags í ljósi innlendra og alþjóðlegra áhrifaþátta,
-
greint afmarkaða efnisþætti stórrar eða smárrar sögu, nálægrar eða fjarlægrar,
-
útskýrt með dæmum hvernig sagan birtist í textum og munum, hefðum og minningum,
-
útskýrt margbreytileika trúarbragða og lífsviðhorfa og greint áhrif þeirra á líf einstaklinga, hópa og samfélaga,
-
fengist við og greint viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og tengjast spurningum um merkingu og tilgang lífsins,
-
sýnt fram á læsi á frásagnir, hefðir, kenningar, hátíðir, siði og tákn kristni og annarra helstu trúarbragða heims,
-
rætt og borið saman ólík trúar og lífsviðhorf og gert sér grein fyrir hvað er sameiginlegt og hvað sérstætt,
-
greint áhrif Biblíunnar og helgirita annarra helstu trúarbragða á menningu og samfélög,
-
útskýrt trúarlegar vísanir og tjáningu í listum og bókmenntum,
-
gert sér grein fyrir hlutverki og margbreytileika fjölskyldna og gagnkvæmum áhrifum innan hennar á mismunandi tímum og menningarsvæðum,
-
útskýrt mismunandi hugmyndir um gerð og framkvæmd lýðræðis,
-
útskýrt hlutverk helstu stofnana samfélagsins og uppbyggingu stjórnkerfisins og formleg tengsl Íslands við umheiminn,
-
útskýrt og rökrætt hugmyndir um velferðarsamfélagið og tengsl þess við stjórnmál, atvinnulíf og hugmyndastefnur,
-
greint hvernig stjórnmál og samfélagsgerð tengjast lífi einstaklinga,
-
tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og neyslu, verði gagnrýninn neytandi og geti sett sér markmið á grundvelli þekkingar á fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags og þeim tilboðum sem eru í boði,
-
bent á, fyrirbyggt og brugðist rétt við ýmsum hættum og slysagildrum í umhverfinu og náttúrunni.
Hugarheimur
Sjálfsmynd: Hæfni nemanda til að átta sig á sjálfum sér og öðrum
Að nemandi geti:
-
hugleitt og tjáð hver hann er í augum sjálfs sín og annarra, útskýrt hvernig sjálfsmynd hans mótast af umhverfi og búsetu, stjórnmálum og félagslegum aðstæðum, sögu og menningu, trúar- og lífsviðhorfum,
-
rökstutt gildi jákvæðra lífsviðhorfa, dygða og gildismats, sem mikilvægs þáttar í heilbrigðri sjálfsvitund,
-
beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og útskýrt hvaða hlutverki þau þjóna í kyngervi einstaklinga og sjálfsmynd,
-
gert sér grein fyrir eigin styrkleikum og veikleikum og tekið ákvarðanir á grunni þeirrar sjálfsþekkingar,
-
vegið og metið áhrif fyrirmynda og staðalmynda á mótun sjálfsmyndar og hefur áræði til að móta eigin ímynd, lífsstíl og lífsskoðun á sjálfstæðan og ábyrgan hátt,
-
lýst margbreytileika tilfinninga og bent á víxlverkun tilfinninga, hugsunar, hegðunar og samskipta,
-
sýnt styrk til að bera ábyrgð á eigin lífi, lífsháttum og heilbrigði,
-
greint jákvæð og neikvæð áreiti og staðist þrýsting, sem stefnir heilsu og velferð fólks í voða,
-
gert sér grein fyrir jafngildi sínu og annarra manna og útskýrt fyrir öðru fólki mikilvægi þess,
-
sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn og viðhorf, á ýmsum stöðum og tímum,
-
sett sér markmið og framtíðaráætlun, til að stefna að í framtíðinni í samræmi við eigin styrkleika og áhuga.
Félagsheimur
Samskipti: Hæfni nemanda til að mynda og þróa tegnsl sín við aðra
Að nemandi geti:
-
tekið sjálfstæðan þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu,
-
útskýrt með dæmum margbreytileika mannlífsins og ólíkan bakgrunn fólks, borið virðingu fyrir frelsi fólks til mismunandi trúar, lífsgilda, skoðana og lífshátta,
-
vegið og metið skoðanir og upplýsingar, brugðist við þeim á fordómalausan og réttsýnan hátt, • fengist við samfélagsleg og siðferðileg málefni af mismunandi sjónarhólum,
-
rökrætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi, skyldur og gildismat, sýnt ábyrgð í samskiptum, umgengni og lífsháttum, m.a. með vísan til réttinda samkvæmt alþjóðasáttmálum,
-
komið þekkingu sinni og viðhorfum á framfæri með fjölbreyttum og markvissum hætti, einn sér og í samstarfi við aðra,
-
rökrætt gildi jafnréttis og mannréttinda á öllum sviðum samfélagsins og þekki almenn ákvæði um mannréttindi,
-
sýnt sjálfsaga, sjálfstraust og virðingu í margvíslegum samskiptum og samstarfi við ólíka einstaklinga,
-
ígrundað eigin getu til aðgerða og gert sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna eða aðgerðaleysis,
-
útskýrt gildi reglna í samskiptum fólks í fjölskyldu, vinahópi og þjóðfélaginu í heild og tekið þátt í að móta slíkar reglur,
-
tekið þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt og beitt sér í málefnum sem varða almannaheill,
-
sinnt velferð og hag samferðafólks síns.
Námsmat
Námsmati í samfélagsgreinum er skilað tvisvar á skólaárinu, febrúar og maí og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, eða D, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennara sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum og gagnvirk próf að loknum köflum eða kannanir frá kennara.
Kennsluhættir
Kennsluhættir verða með ýmsu sniði, samlestur á efni námsbóka, umræður, hópastarf, einstaklingsvinna, myndrænar úrlausnir
Kennslugögn
Kennslugögn verða bækurnar Sögueyjan 2 (valdir kaflar úr henni), Um víða veröld- Jörðin, Styrjaldir og kreppa. Auk greina og efnis af veraldarvef, fræðslumyndbönd og ítarefni frá Námsgagnastofnun.
Hæfniviðmið skólaíþróttir (íþróttir, sund og dans) 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í skólaíþróttum – 9. bekkur
Dans
Að nemandi geti:
-
Samhæft tónlist og hryfingu með góðri líkamsvitund og líkamsbeitingu og dansað mismunandi dansform sér til ánægju,
-
Sýnt öryggi og færni til að dansa einn eða sem hluti af pari eða hópi,
-
Tekið þátt í skapandi vinnuferli í dansi, sett saman einflat dansverk og vlaið umgerð við hæfi,
-
Dansað fyri rframan áhorfendur með tilfinningu fyrir þáttum seins og túlkun, augnsambandi, rými, líkamsbetingu og kurteisisvenjum.
Líkamsvitund, leikni og afkastageta í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Gert æfingar sem reyna á loftháð og loftfirrt þol,
-
Sýnt of framkvæmt styrktaræfingar sem reyna á hámarksgetu og úthald í kirrstöðu og hreyfingu,
-
Gert liðleikaæfingar sem reyna á hreyfivídd og hreyfigetu, súnt útfærlu flókinna hreyfinga þannig að þær renni vel saman, gert tytmiskar æfingar og fylgt takti,
-
Tekið þátt í hópíþróttum, eintaklingíþróttum og heilsurækt innan og utan skólans,
-
Nýtt sér stöðluð próf til að meta þrek og hreysti, lipurð og samhæfingu,
-
Sýnt leikni og sunt viðstöðulaust í bringusundi, baksundi, skriðsundi, flugsundi og kafsundi auk þess að geta troðið marvaða.
Félaglegir þættir í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Skilið miklvægi virðingar og góðrar framkomu til að efla liðsandann og skilið mikilvægi góðrar ástundunar, sjálfsaga, sjálfstæra vinnubragða, samvinnu og tillitsemi í tenglsum við góðan árangur í íþróttum,
-
Þekkt mismunandi tegundir leikreglna, farið efit þeim og sýnt háttvísi í leik, bæði í hóp- og einstaklingsíþrótt,
-
Rökrætt kynheilbrigði, kyn- og staðalímyndir, afleiðinag eineltis og tekið virka afstöu gegn ofbeldi.
Heilsa og efling þekkingar í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Skýrt helstu áhrif hreyfingar á líkamlega og andlega líðan og mikilvægi góðrar næringar fyrir vöxt og viðhald líkamans,
-
Rætt eigin ábyrgð á líkamlegu og andlegu heilbrigði bæði sínu eigin og annarra,
-
Útskýrt þjálfunaraðferðir og notað hugtök sem tengjast sundiðkun og ýmsum íþróttum,
-
Vitað hvaða hluverk helstu vöðvahópar líkamans hafa í tenglusm við þjálfun líkamans,
-
Sett sér sammtíma- og langtímamarkmið í íþróttum og heilsurækt, gert og framkvæmt eigin þjálfunaráætlun á grundvelli niðustaðna prófa,
-
Sótt og nýtt sér upplýsingar við alhliða heilsurækt og mat á eigin heilsu,
-
Notað mælinar með mismunandi mælinákvmni við mat á afkastagetu,
-
Tekið þátt í leikjum af margvísleu tagi,
-
Sýnt ábyrgð í útivist. Skýrt tákn korta, tekið stefnu með áttavita og ratað um landsvæið eftir korti.
Öryggis- og skipulags-reglur í íþróttum og sundi
Að nemandi geti:
-
Tekið ákvarðanir á grundvelli öryggis- og umgengnisreglna og brugðist við óvæntum aðstæðum. Framkvæmt og útskýrt helstu atriði skyndihálpar, endurlífgunar og björgunar úr vatni og notkun börgunaráhalda. Bjargað janingja í björgunarsundi.
Námsmat
Námsmati í íþróttum:
-
Ástundun og virkni eru metin í Mentor og gefið fyrir með A – B+ - B – C+ - C og D eftir því sem við á, ásamt þeim þáttum sem verið er að þjálfa hverju sinni
Námsmati í sundi:
-
Ástundun og virkni eru metin í Mentor og gefið fyrir með A – B+ - B – C+ - C og D eftir því sem við á, ásamt þeim þáttum sem verið er að þjálfa hverju sinni
Námsmati í dansi: ekki kennt þetta skólaárið
-
Metin verða þau hæfniviðmið sem lögð eru fyrir hér að ofan ásamt vissum námsþáttum sem teknir verða fyrir, áræðni, framkomu og vinnusemi. Notast verður við rubriksskala sem er skalinn A – B+ - B – C+ - C og D og skráð í Mentor.
Kennsluhættir
Kennsluhættir í íþróttum:
-
Að mestu verkleg kennsla í gengum leiki og æfingar
Kennsluhættir í sundi:
-
Verkleg kennsla í sundlauginni
Kennsluhættir í dansi: ekki kennt þetta skólaárið
-
Kenndir verða dansar úr ýmsum áttum, s.s. barna- sakvæmis- , einstaklings-, hóp- og þjóðdansar.
-
Nemendur semja sína eigin dansa.
-
Unnið verður með dægulaga- og samkæmisdansatónlist.
-
Unnið verðu með samkennd, tillitsemi og virðingu gagnvart hvort öðru.
Kennslugögn
Kennslugögn í íþróttum:
-
Notast verður við þau áhöld sem til eru í íþróttahúsinu
Kennslugögn í sundi:
-
Þau áhöld sem ti eru, flár, froskalappir, björgunaráhöld o.fl. Einnig verður notast við myndbönd sem sýna sundaðferðir.
Kennslugögn í dansi: ekki kennt þetta skólaárið
-
Nýttar verða kennsluáætlanir úr bókinni ,,Grunnskóla Danskennarinn“ (Íris Anna Steinarrsdóttir, 2009)
-
Tónlist úr einkasafni og veraldarvefnum verður nýtt til kennslu.
Hæfniviðmið stærðfræði 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í stærðfræði- 9. Bekkur
Tölur og reikningur
Nemandi getur:
-
notað rauntölur og greint samhengi milli talna í ólíkum talnamengjum N, Z, Q og R.
-
útskýrt hugtökin: mengi, stak, hlutmengi, sammengi og sniðmengi.
-
ritað tölur á staðalformi og hafi náð tökum á margföldun og deilingu talna á staðalformi.
-
gefið dæmi um mismunandi framsetningu hlutfalla og brota, skýrt sambandið milli almennra brota, tugabrota og prósenta.
-
skipt stærðum í margvíslegum hlutföllum og unnið með mælikvarða og hlutföll.
-
notað reglur sem gilda um einslaga marghyrninga til þess að finna óþekktar stærðir.
-
leyst viðfangsefni sem sprottin eru úr daglegu lífi og umhverfi, með hugarreikningi, vasareikni, tölvuforritum og skriflegum útreikningum.
-
notað veldareglur um heiltöluveldi.
-
fundið ferningsrót og ferningstölu.
-
nýtt formerkjareglur í reikningi með neikvæðum tölum.
-
reiknað með ræðum tölum, m.a. við lausnir á jöfnum og öðrum viðfangsefnum algebru.
-
beitt algengum prósentureikningi þar sem finna þarf prósentu, hluta og heild og geti nýtt sér breytiþátt til að reikna út breytingar í prósentum.
-
fundið samlagningarandhverfur, margföldunarandhverfur með því að nýta þekkingu sína á hlutleysu í samlagningu og margföldun.
-
reiknað samsett dæmi af ýmsu tagi með því að nýta forgangsröð aðgerða.
-
notað hugarreikning til að meta trúverðugleika útkomu sem fengin er með öðrum hætti.
Helstu hugtök: Aukastafur, grunnmengi, samsett tala, jákvæð tala, neikvæð tala, náttúrulegar tölur, námundun, prósenta, veldisstofn, veldisvísir, tugveldi, staðalform, ferningsrót, formerkjareglur, talnarunur, rómverskar tölur
Algebra
Nemandi getur:
-
unnið með talnarunur.
-
notað víxlreglu, tengireglu og dreifireglu til að einfalda táknasamstæður.
-
notað þáttun og liðun til að einfalda stæður og jöfnur.
-
leyst einföld orðadæmi með því að setja upp og leysa fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð.
-
greint muninn á jöfnu og stæðu.
-
einfaldað og leyst fyrsta stigs jöfnur með einni óþekktri stærð.
-
notað og þekkir fernings- og samokareglu.
-
unnið með formúlur.
-
einangrað óþekkta stærð í formúlu.
Helstu hugtök: breytur, stæður, jafna, gildi, þáttun, liðun, víxlregla, tengiregla, annars stigs jöfnur, fleygbogar
Tölfræði og líkindi
Nemandi getur:
-
notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn.
-
notað hugtökin tíðni, hlutfallstíðni, tíðnidreifing, meðaltal, tíðasta gildi og miðgildi.
-
sett fram og túlkað niðurstöður með myndrænum hætti.
-
skipulagt og framkvæmt einfaldar tölfræðikannanir og dregið ályktanir af þeim.
-
notað tölvuforrit, t.d. töflureikna til að vinna með tölfræðileg gögn.
-
lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði, t.d. í fjölmiðlum.
-
greint villur eða villandi upplýsingar í framsetningu tölulegra gagna.
-
framkvæmt tilraunir þar sem líkur og tilviljun koma við sögu og túlkað niðurstöður sínar.
-
notað einfaldar talningar til að reikna og túlka líkur á atburðum.
Helstu hugtök: tíðni, hlutfallstíðni, miðsæki, dreifing, gröf, súlurit, myndrit, línurit, tíðasta gildi, tíðnitafla, miðgildi, líkur á/líkindi,
meðaltal, spönn
Rúmfræði og mælingar
Nemandi getur:
-
notað undirstöðuhugtök rúmfræðinnar þar með talin hugtök um stærðarhlutföll, innbyrðis afstöðu lína, færslur og fræðilega eiginleika tví- og þrívíðra forma.
-
notað hugtökin radíus, strengur, þvermál, hringgeiri og hringbogi.
-
teiknað skýringarmyndir og unnið með teikningar annarra út frá gefnum forsendum, rannsakað, lýst og metið samband milli hlutar og teikningar af honum.
-
unnið með einslaga flatarmyndir og tengsl þeirra við hlutföll.
-
útskýrt reglu um hornasummu í marghyrningi, út frá reglunni um hornasummu þríhyrnings og beitt henni í margvíslegu samhengi.
-
gert rannsóknir á rétthyrndum þríhyrningum og reiknað hliðarlendir og horn út frá þekktum eiginleikum.
-
mælt og reiknað ummál marghyrninga.
-
mælt og reiknað flatarmál marghyrninga og samsettra flatarmynda.
-
reiknað yfirborðsflatarmál ferstrendings.
-
mælt og reiknað þvermál, ummál og flatarmál hrings.
-
reiknað flatarmál hringgeira og lengd hringboga.
-
mælt og reiknað rúmmál réttra strendinga.
-
breytt á milli lítrakerfisins og rúmmálskerfisins
-
nýtt tölvur til að teikna, rannsaka og setja fram rök um rúmfræðilegar teikningar.
-
fundið og skráð hnit punkta, geti fundið fjarlægðir milli punkta með gefin hnit og fundið hnit miðpunkts striks í rétthyrndu hnitakerfi.
-
sett jöfnu beinnar línu fram í hnitakerfi.
-
túlkað jöfnur í hnitakerfi og notað teikningar í hnitakerfi til að leysa þær.
-
lesið út úr jöfnu beinnar línu hallatölu og skurðpunkt við y-ás.
-
skráð jöfnu beinnar línu með því að lesa út úr grafi í hnitakerfi hallatölu hennar og skurðpunkt við y-ás.
Helstu hugtök: Metrakerfið, mælikvarði, tvívídd, þrívídd, fermeter, flatarmál, ummál, rúmmál, gleitt/hvasst, topphorn, grannhorn, hornrétt, hornasumma, hliðarflötur, hliðarbrún, grunnflötur, punktur, lína, strik, samsíða, gráður, geisli (radíus), þvermál, þverill/normall, klukkutími, mínúta, sekúndur, tímamismunur, tímabelti
Annað
Nemandi hefur jafnframt unnið með:
-
Fjármálalæsi (t.d.)
-
Gjaldmiðlar
-
Launaútreikningur, skattur, launatengd gjöld, persónuafsláttur
-
Sparnaður
-
Rökfræði og þrautir
-
Hefur glímt við verkefni og þrautir í lausnaleit.
-
Hefur rökstutt lausnir sínar skriflega og munnlega.
Nemandi getur:
-
Spurt og svarað með stærðfræði
-
Farið rétt með hugtök og heiti.
-
Tjáð sig um stærðfræðileg efni með tungumál stærðfræðinnar
Námsmat
Námsmati í stærðfræði er skilað tvisvar á skólaárinu, febrúar og maí og er í formi umsagna sem er leiðbeinandi mat og einkunnargjafar í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, eða D, allt eftir því hvað við á. Það mat byggir á símati kennar sem fylgist auk þess með virkni, ástundun og viðhorfi nemenda í kennslustundum. Einnig mun fara fram jafningjamat og sjálfsmat að loknum ákveðnum verkefnum og gagnvirkpróf að loknum köflum eða kannanir frá kennara.
Kennsluhættir
Nemendur eru 5 kennslustundir á viku í stærðfræði í samkennslu með 8. bekk og einu sinni í viku líka í samkennslu með 10. bekk. Í upphafi kennslustunda er innlögn þar sem hugtökin eru rædd sem nemendur eru að fara að vinnu með hverju sinni. Jafnframt er upprifjun á hugtökin sem áður hefur verið unnið með. Nemendur vinna einnig með stærðfræðihugtök í gegnum leiki, námsspil og spjaldtölvur.
Vinnulag er með þeim hætti að áhersla er lögð á sjálfstæða verkefnavinnu en nemendur geta stundum kosið að vinna saman og ræða lausnarleiða svo framarlega að það trufla ekki vinnufrið. Nemendur geta sótt sér hjálpargögn sem hentar hverju sinni.
Kennslugögn:
Grunnbækurnar okkar er Skali 2a, Skali 2b, Átta-tíu 3, Átta-tíu 4 eða Stærðfræði 9+. Önnur kennslugögn eru efni frá kennara. Nemendur getur nýtt sér hjálpartæki, ss. talnagrindur, málbönd, tommustokkar, form, kennslupeningar, spilapeningar, sentikubbar, sætisgildiskubbar, einfestukubbar, rökkubbar, vasareiknir, spil og margt fleira.
Hæfniviðmið upplýsinga og tæknimennt 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í upplýsinga- og tæknimennt = 9. Bekkur
Vinnulag og vinnubrögð
Nemandi getur:
-
nýtt upplýsingarverið á fjölbreyttan hátt til þekkingaröflunar og miðlunar
-
unnið sjálfstætt og tekið ábyrgð á eigin námsframvindu
-
unnið á skapandi og gegnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum
-
beitt réttri fingrasetningu
Upplýsingaröflun og úrvinnsla
Nemandi getur:
-
Nýtt hugbúnað/forrit og önnur gögn við upplýsingaleit
-
Nýtt efni á margvíslegu formi og rafrænan stuðning, s.s. ítarefni, efni úr fjölmiðlum, orðabækur, veforðasöfn, leiðréttarforrit, tungumálaforrit og leitarforrit og umgengist þau af gagnrýni
-
Beitt gagnrýnni hugsun við að vega og meta upplýsingar með tilliti til gæða og efnismeðferðar þeirra
-
Unnið með heimildir, virt siðferði í heimilidavinnu og sett fram heimildaskrá samkvæmt viðurkenndum aðferðum
-
Nýtt hugbúnað/forrit við framsetningu á tölulegum gögnum
Tækni og búnaður
Nemandi getur:
-
Nýtt hugbúnað/forrit við flókna framsetningu ritunarverkefna og tölulega gagna
-
Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, hljóðvinnslu og gerð myndbanda
-
Nýtt hugbúnað/forrit við fjölbreyttar vefsmíðar
Sköpun og miðlun
Nemandi getur:
-
Nýtt hugbúnað við forritun og miðlun þekkingar á fjölbreyttan og skapandi hátt
Siðferði og öryggismál
Nemandi getur:
-
Sýnt ábyrgð við meðferð og dreifingu upplýsinga hvort sem er til persónulegra nota eða heimilda- og verkefnavinnu
-
Nýtt rafrænar leiðir og samskiptamiðla af ábyrgð, unnið í samræmi við reglur um ábyrga netnotkun og er meðvitaður um eigin siðferðislega ábyrgð
Námsmat
Námsmat er í formi lokamats sem byggir á matsviðmiðum í upplýsinga og tæknimennt fyrir 10.bekk og sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla. Matsviðmiðin við lok 10. bekkjar lýsa hæfni á kvarðanum A, B+, B, C+, C, D.
Kennsluhættir
Kennsluhættir: Notaðar eru fartölvur og spjaldtölvur skólans í uppl. og tæknim.tímum sem og mörgum öðrum kennslustundum. Auk þess er farið á bókasafn til gagnaöflunar. Upplýsinga og tæknimennt er samþætt mörgum öðrum námsgreinum, m.a. vinnu við heimildarritgerðir og efnisöflun.
Kennslugögn
Kennslugögn: eru í formi kennsluforrita og annarra forrita/hugbúnaðar sem er að finna á vef Menntamálastofnunar og á veraldarvefnum.
Val og smiðjuhelgar 9. bekkur
Viðfangsefni
Hæfniviðmið í list- og verkgreinum = VAL OG SMIÐJUHELGAR – 9. bekkur
Menningarlæsi
Að nemandi geti:
-
Unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafturðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna,
-
Hagnýtt þá sérhæfðu leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast á skapandi hátt og sýnt frumkvæði,
-
Tekið þátt í samvinnu með sameiginlegt markmið hópsins að leiðarljósi,
-
Skipulagt vinnu sína með sjálfbærni í huga,
-
Beitt þeirri tækni sem námsgreinin býr yfir á sálfstæðan hátt
-
Sett verkefni sín í menningarlegt samhengi,
-
Tjáð sig um verkefni sín með því að nota hugtök sem greinin býr yfir,
-
Sýnt fumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði,
-
Metið eigið verk og annarra og rökstutt álit sitt með þeim hugtökum sem viðkomandi námsgrein býr yfir.
Sjónlist
Að nemandi geti:
-
Valið á milli mismunandi aðferða við sköðun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla,
-
Greint og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni,
-
Tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið,
-
Sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki sem felur m.a. í sér upplýsingaöflun, tilraunir og samtal,
-
Skrásett og sett fram hugmyndir á fjölbreyttan hátt byggðar á eigin ímyndarafli og/eða rannsókn, myndrænt og/eða í texta,
-
Notað orðaforða og hugtök til að tjá skoðanir sýnar á myndlist og hönnun og fært rök fyrir þeim ýt frá eigin gildismati,
-
Gagnrýnt af þekkingu, sanngirni og virðingu eigin verk og annarra bæði einn og í samvinnu,
-
Greint, borið saman og lyst ýmsum stílum og stefnum í myndlist og hönnun, bæði á Íslandi og erlendis og tengt það við þá menningu sem hann er stpottinn úr,
-
Greint hvernig samtímalist fæst við álitamálefni daglegs lífs með fjölbreyttum nálgunum sem oft fela í sér samþættingu listgreina,
-
Túlkað listaverk og hönnun með tilvísun í éigin reynslu, nærumhverfi, samtímann, siðfræði og fagurfræði,
-
Gert grein fyri rmargvíslegum tilgangi mynlistar og nönnunar og sett hann í persónulegt, menningarlegt og sögulegt samhengi,
-
Greint hvernig sjónrænt áreiti daglegs lífs hefur áhfir á líf okkar og gildismat.
Handverk í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Valið aðferðir, efni og verkfæri við hæfi og sýnt rétta og ábyrga notkun verkfæra,
-
Sagt frá mikilvægi verkþekkingar í nýtíma samfélagi.
Hönnun og tækni í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Útskýrt hugmyndir sínar fríhendis- og með gunnteikningu,
-
Unnið sjálfstætt eftir verkáætlun og vinnuteikningu, ýtbúið efnislista og reiknað kostnað,
-
Framkvæt flóknar samsetingar, s.s. samlímingu, töppun o gskrúfun,
-
Hannað verkefni út frá efni, fagurfræði, tækni, umhverfi, notkun og endingu,
-
Sagt frá hvernig tækni er nýtt í atvinnulífinu,
-
Gert grein fyrir áhrifum nýsköpunar á umhverfi sitt og samfélag.
Umhverfi í hönnun og smíði
Að nemandi geti:
-
Greit vistvæn efni frá óvistvænum og haft sjálfærni að leiðarljósi við vinnu sína, s.s. við efnisval,
-
Gert sér grein fyrir hvort og hvernig hægt er að endurnýja ýmsa hluti til að lengja líftíma þeirra,
-
Beitt viðeigandi vinnustellingum og notað réttan hlífðarbúnað og fjallað um vinnuvernd og hvers vegna réglur þar að lýtandi eru settar.
Handverk, aðferðir og tækni í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Beitt fjölbreyttum aðferðum og áhöldum greinarinnar við formun textílafurða,
-
Rökstutt eigið val á textílefni eftir viðfangsefni og enisfræði,
-
Unnið með snið og upskriftir, tekið mál, áætlað stærðir og efnisþörf.
Sköpun, hönnun og útfærsla í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Beitt skapandi og gagnræynni hugun í hönnun og textilvinnu,
-
Skreytt textílafurð á skapandi og persónulegan hátt,
-
Lagt mat á eigin vinnubrögð, sagt frá góðu handbragði, formi og hönnun og notað til þess viðeigandi hugtök,
-
Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga á gagnrýninn hátt um efni sem tengjist textílsögu, hönnun og iðnaði.
Menning og umhverfi í textílmennt
Að nemandi geti:
-
Útskýrt tjáningarmáta og tákn textíla og tísku út fr´amismunandi stíl, áferð og efniskennd, í tenglum við sérkenni íslenskrar textílvinnu, handverks, textílsögu og menningarafts,
-
Fjallað um helstu tákn og merkinar vefjarefna,
-
Sagt frá textíliðnaði og starfsgreinum tengdum fatagerð og textílhönnun,
-
Sagt frá vinnslu textíefna við mismunandi aðstæður og sett samhengi við sjálfbærni og umhverfisverd.
Námsmati:
-
List- og verkgreinum er skilað í loka skólaárs og byggir á símati kennara. Matið byggir á áhuga, vinnusemi, vinnufrið og færni og er í formi umsagna og bókstafa A, B+, B, C+, C, D sem skráð eru í Mentor.
-
Námsmat smiðjuhelga er birt í Mentor stuttu eftir hverja helgi og er í formi kennaramats, jafningjamat og sjálfsmat. Einnig er gefið heildarmat í bókstöfunum A, B+, B, C+, C, D.
Kennsluhættir:
-
List- og verkgreinar eru kenndar í formi valgreina þar sem nemendur velja sér verkefni. Kenndar eru 100 mín. í senn, einu sinni í viku. Lögð er áherla á skapandi starf og einstakligsbundna vinnu.
-
Einnig fara nemendur í þrjár SMIÐJUHELGAR yfir skólaárið, þar sem þau fá að velja sér eina smiðju frá föstudegi til laugardags.
Kennslugögn:
-
Í list- og verkgreinakennslu er samnýting tækja og áhalda skólans í verkefnavinnu nemenda s.s. rafmagnsverkfæri, leirbrennsluofn, áhöld, litir og penslar, allt eftir því sem hentar hverju verkefni.
-
Á smiðjuhelgum eru þau kennslugögn fundin til sem henta hverri og einni smiðju.