K E R H Ó L S S K Ó L I
Fáliðunaráætlun leikskóladeildar
Fáliðunaráætlun
Viðbragðsáætlun leikskóladeildar Kerhólsskóla þegar fáliðað er.
Fáliðun í leikskólanum telst vera þegar of fáir starfsmenn eru við vinnu miðað við fjölda barna hverju sinni í skólanum. Miðað er við að barngildi fari ekki yfir 8 á hvern starfsmann á meðan unnið er eftir skipulagðri dagskrá samkvæmt stundaskrá skólans.
Fáliðun er fundin út með reiknilíkani sem reiknar út hlutfall starfsmanna og barna á hverjum tíma dagsins. Ef starfsmenn á deild reynast of fáir miðað við barnafjölda er ekki tekið á móti ákveðið mörgum börnum eða ákveðið mörg börn send heim samkvæmt sérstöku kerfi. Reynt er að tilkynna foreldrum um skerðingu á dvalartíma með eins löngum fyrirvara og kostur er.
Áður en gripið er til skerðingar á dvalartíma skoða skólastjórnendur samsetningu hópsins og fara yfir hvernig mögulega mætti hagræða skipulagðri starfsemi.
Allir starfsmenn deildarinnar vinna saman og aðstoða við það sem þarf og allir ganga í þau störf sem mikilvægast er að manna.
Afleysing kölluð inn ef möguleiki er á.
Þeir sem vinna hlutastörf bæta við sig og fá greitt í yfirvinnu / frítöku.
Ef sú neyðarstaða kemur upp að ekki er möguleiki á að taka á móti öllum börnum skólans hluta úr degi eða heilan dag er farið eftir stafrófsröð hvaða nemendur skulu vera heima. Byrjað er á að senda það barn heim sem er fyrst á nafnalistanum og svo koll af kolli eftir því hve mörg börn þarf að senda heim hverju sinni. Næsta skipti er síðan haldið áfram eftir listanum þar sem frá var horfið síðast. Þegar um systkini er að ræða er boðið upp á sama tíma og þegar kemur að því í stafrófsröðinni er hoppað yfir það nafn. Til að koma í veg fyrir frekari skerðingu skulu börn starfsmanna Kerhólsskóla ekki send heim.
Ef grípa þarf til þessara áætlunar er það fyrst og fremst gert til að tryggja öryggi barna og að leikskólinn geti sinnt kennsluhlutverki sínu samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 fyrir þau börn sem eru í skólanum hverju sinni. Einnig er hlutverk áætlunarinnar að fyrirbyggja aukið álag á starfsmenn leikskóla.
Fengið að láni frá leikskólanum Laugalandi með leyfi leikskólastjóra og staðfært fyrir leikskóladeild Kerhólsskóla