K E R H Ó L S S K Ó L I
Einstaklingsáætlun
Einstaklingsáætlun
Einstaklingsmiðun felur í sér að skólinn kemur til móts við barnið á forsendum þess sjálfs en ekki skólans, hóps eða námsefnisins. Farið er eftir námsmarkmiðum Aðalnámskrár Grunnskóla 2011 og Árnesþings 2017, en ávallt er miðað við hvar einstaklingurinn er staddur hverju sinni, á réttu róli miðað við viðmiðin, á undan eða eftir áætlun. Kerhólsskóli vinnur mikið með félagsleg markmið einstaklings og eru fyrstu samtöl á haustin einungis út frá þeim. Náms- og félagmarkiðin eru endurskoðuð svo oft sem þurfa þykir yfir veturinn og skulu vera virkt vinnuplagg nemanda og kennara.
Í virku símati eru umsagnir áberandi auk þess sem leiðsagnarmat fær meira vægi, en í því geta nemendur verið virkir þátttakendur, metið sjálfir vinnu sína en fá einnig leiðbeinandi umsagnir sem styðja þá í náminu og nýtast þeim á ferð þeirra eftir menntaveginum sem öflugt veganesti. Þar sem kennslan og þar með námsmatið er einstaklingsmiðað er samanburður á milli nemenda ómögulegur en samræmd próf Menntamálastofnunnar skila okkur upplýsingum um stöðu nemandans í samanburði við jafnaldra.