top of page

K E R H Ó L S S K Ó L I
Allar fréttir




Vetrarsamtöl 15. febrúar
Góðan daginn mig langar að minna alla á að það eru vetrarsamtöl næstkomandi föstudag. Að því gefnu er enginn kennsla né frístund þann dag í Grunnskóladeild. Foreldrar hafa fengið sendan póst um tímasetningar barna sinna í viðtölin. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg


Dagur leikskólans 6. febrúar 2019
Dagur leikskólans var haldinn í gær 6. febrúar. Leikskóladeild setti upp smiðjur í öllum stofum sem Sveitarstjórn, grunnskólanemendum og öllu starfsfólki hreppsins var boðið að koma og leika sér í með börnunum. Þetta heppnaðist mjög vel og var rosalega gaman.


Starfsdagur 4. febrúar
Í gær var starfsdagur í Kerhólsskóla og fengum við til okkar Þær Fanneyju D. Halldórsdóttir og Elínu Yngvadóttir með fyrirlestur um Uppeldi til ábyrgðar. Þar sem skólinn leggur mikið uppúr því að fylgja þeim viðmiðum er alltaf gott að fá upprifjun. Þær eru að koma í annað sinn en þær komu einnig til okkar haustið 2017. Þær náðu að kveikja áhuga allra á efninu ásamt því að setja okkur í föndur, við föndruðum okkar hús þar sem talað er um að vera Fiðrildi, blaðra, stjarna eða h
bottom of page