Allar fréttir

Dagur Íslenskrar tungu

Í tilefni af degi Íslenskrar tungu lásu nemendur skólans upp ljóð, barnafælur, limrur og öfugmælavísur. ásamt því að nemendur grunnskóladeildar fóru niður á leikskóladeild og lásu upp sögur og ljóð fyrir leikskólabörnin.

Árshátíð Kerhólsskóla

Árshátíð Kerhólsskóla verður miðvikudaginn 21. nóvember næstkomandi. Skemmtunin hefst kl.17:00 í Félagsheimilinu Borg. Að þessu sinni verða Hundahópur ásamt 1.-10. bekk að sjá um skemmtiatriði. Hvetjum alla foreldra til þess að mæta. Fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Morgunverðarfundur forvarnarhópsins Náum áttum miðvikudaginn 14. nóvember n.k.

Vakin er athygli á þessum áhugaverða morgunverðarfundi forvarnarhópsins Náum áttum miðvikudaginn 14. nóvember n.k. Þeir sem ekki komast á fundinn geta nálgast upptökur fljótlega eftir að fundinum lýkur á www.samband.is Kveðja, Bryndís ______________________________ Bryndís Jónsdóttir Verkefnastjóri / Project Manager Suðurlandsbraut 24, 2. hæð 108 Reykjavík Sími: Tel.: (+354) 516 0100 http://heimiliogskoli.is http://saft.is [if !supportLineBreakNewLine] [endif]

Læsi í krafti foreldra - Foreldradagurinn 2018 í dag 2. nóvember kl:13:00

Heimili og Skóli – landssamtök foreldra halda Foreldradaginn árlega og nú í samstarfi við Menntamálastofnun. Viðburðurinn ber yfirskriftina Læsi í krafti foreldra. Læsisuppeldi er umhyggja fyrir barninu en markmiðið málþingsins er að vekja foreldra til vitundar um mikilvægi læsisuppeldis. Streymt verður frá viðburðinum á Facebook-síðum Heimilis og skóla og Menntamálastofnunar. https://www.facebook.com/events/512224679251785/ Með kveðju, Heiðrún Scheving Ingvarsdóttir, læsisráðgjafi.

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss