Allar fréttir

Kerhólsskóli lokaður 18.-20. apríl

Leik- og grunnskóladeild Kerhólsskóla er lokuð dagana 18.-20. apríl vegna námsferðar til Berlín. Starfsfólk mun heimsækja leik- og grunnskóla ásamt því að fara á námskeið um Núvitund og það er leikur að læra. Mætum aftur til leiks mánudaginn 23. apríl. fyrir hönd Kerhólsskóla Veiga Dögg

Snjalltæki og unga fólkið okkar

Snjalltæki og unga fólkið okkar Sameiginlegur fundur foreldrafélaganna í Kerhólsskóla, Bláskógaskóla Laugarvatni, Bláskógaskóla Reykholti, Flúðaskóla, Flóaskóla, Menntaskólanum á Laugarvatni og leikskólanna á svæðinu verður haldinn þann 12. apríl klukkan 20:00. Fundurinn markar upphaf að samstarfi félaganna sem að verður vonandi til þess að efla þau öll og foreldrana sem að þeim standa. Ákveðið var af undirbúningshópnum að halda fyrsta sameiginlega fundinn um snjalltæki og notkun þeirra. Þetta málefni hefur brunnið á foreldrum í nokkurn tíma og helst í hendur við stóraukna notkun þessara tækja. Margir foreldrar eru áhyggjufullir og hafa orðið varir við þær neikvæðu hliðar sem að þessum tækju

Kerhólsskóli leik- og grunnskóli á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi 805 Selfoss