Skólinn
Kerhólsskóli í Grímsnes- og Grafningshreppi varð til við sameiningu leikskólans Kátuborgar og Grunnskólans Ljósuborgar 1. janúar 2011. Í leikskóladeildinni eru nemendur frá 12 mánaða aldri og í grunnskóladeildinni eru nemendur í 1.-10. bekk. Grunnskólinn Ljósaborg var vígður haustið 2005 í nýrri skólabyggingu á Borg og var fyrstu tvö skólaárin rekinn í samstarfi við Bláskógabyggð. Haustið 2007 lauk því samstarfi og hefur Grímsnes- og Grafningshreppur rekið skólann sinn frá þe