top of page

Áfallaáætlun og áfallahjálp

Áfallaáætlun og áfallahjálp

Í Kerhólsskóla starfar áfallateymi en meðal verkefna þess er regluleg endurskoðun áfallaáætlunar skólans. Tilgangurinn er að skýrt sé hvernig skuli bregðast við þegar válegir atburðir sem snerta nemendur og/eða starfsfólk skólans verða. Athuga ber að taka þarf tillit til aðstæðna hverju sinni þegar viðbrögð eru ákveðin.

 

Mikilvægt er að starfsfólk skólans sé vel undir það búið að takast á við þá erfiðleika sem fylgja hinum ýmsu áföllum. Einnig er mikilvægt að starfsfólk skólans geti í viðbrögðum sínum tekið tillit til hefðar og reynslu varðandi viðbrögð við áföllum.

 

Í áfallateymi Kerhólsskóla eru:

  • Skólastjóri

  • Aðstoðarskólastjóri

  • Hjúkrunarfræðingur skólans

  • Námsráðgjafi skólans

 

Skólastjóri og/eða aðstoðarskólastjóri eru ábyrgir fyrir því að kalla saman áfallateymið og stýra vinnu þess og skipulagi.

 

Aðstoðarfólk sem áfallateymi getur leitað til:

  • Skólasálfræðingur

  • Prestur

  • Heilsugæslulæknir

  • Lögregla

 

Hlutverk áfallateymis:

  • Áfallateymi skal sjá til þess að allt starfsfólk fái kynningu á því hvernig bregðast skuli við áföllum.

  • Áfallateymi skal sjá til þess að kennarar og annað starfsfólk fái stuðning og hjálp.

  • Að sjá um að nemendur skólans fái viðeigandi þjónustu ef þeir verða fyrir áfalli.

  • Að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við, þegar áföll hafa orðið, s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð.

bottom of page