Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

Til móts við náttúruna

Þróunarverkefnið; Til móts við náttúruna

Vinnan við þróunarverkefnið „ Til móts við náttúruna“ hófst haustið 2009  með vinnu starfshóps sem fjallaði um útiskóla og umhverfismennt.  Verkefnisstjórn, frá því ágúst 2010, hefur verið í höndum Rögnu Björnsdóttur grunnskólakennara við Kerhólsskóla en ráðgjafi hefur verið Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Menntavísindasvið H.Í. Hann hefur leiðbeint verkefnisstjóra og hugmyndir starfsmannahópsins hafa verið bornar undir hann. Þróunarverkefninu lauk formlega vorið 2012 og fékk þá skólinn Grænfánann afhentan í fyrsta sinn, vígði útilistaverk og fékk land frá sveitarfélaginu til ráðstöfunar fyrir skólaskóg. 

Meginmarkmið verkefnisins „Til móts við náttúruna“ er að halda áfram að auka fjölbreyttni í námi og kennsluháttum með áherslu á umhverfismennt, list- og verkgreinar.

Verkefnið inniheldur eftirfarandi þætti:
1) Að nýta náttúruna til útináms og listsköpunar.
2) Að efla tengsl skólans við nærsamfélagið á sviði
umhverfismenntar og grenndarnáms.
3) Grænfánaskóli

Þó svo að formlegu þróunarverkefni skólans sé nú lokið  mun vinna tengd þessum áherslum halda áfram um ókomna tíð. Sjá skýrslur um þróunarverkefnið hér.

Grænfáninn

 

 

Kerhólsskóli er Grænfánaskóli og fékk fánann fyrst afhentan vorið 2012. Skólinn hafði þá verið Skóli á grænni grein frá því í apríl 2011. Sjá nánar hér. 

 

 

Umhverfissáttmáli Kerhólsskóla

Í tengslum við Grænfánaverkefnið setti skólinn sér umhverfissáttmála. Efnisflokkar hans eru fjórir:

 

      • Í Kerhólsskóla leggjum við áherslu á að lifa í sátt við umhverfi okkar.
      • Hvernig göngum við vel um náttúruna?
      • Hvernig förum við sparlega með auðlindir náttúrunnar?
      • Hvernig viljum við upplifa náttúruna og njóta hennar í leik og starfi? 

     Sjá allan umhverfissáttmálann hér.  

 

 Útinám

 

 

Kerhólsskóli hefur markað sér ákveðna stefnu varðandi útinám og vettvangsferðir. Skólinn hefur komið  sér upp góðri aðstöðu á skólalóð grunnskóladeildarinnar  fyrir útinám þar sem m.a. er útistofa, eldstæði o.fl. Útinámssvæði er einnig við tjaldsvæðið á Borg sem leikskóladeildin hefur nýtt sér mjög mikið. Skólinn er einnig með skólaskóg á golfvallasvæðinu  og matjurtargarð. Sjá nánar hér.

 

Fánaútilistaverk – Listsköpun

 

Í tengslum við þróunarverkefnið fór skólinn í samstarf við Halldór Ásgeirsson myndlistarmann um gerð útilistaverks. Nemendur teiknuðu upp fána og voru 12 þeirra stækkaðir upp á léreft og málaðir. Útilistaverkið  var vígt vorið 2012. Nemendur munu halda áfram að mála fána næstu árin sem verður hluti af stærra útilistaverki sem Halldór mun reisa á Borg, en til verksins fékk sveitarfélagið styrk frá Listskreytingarsjóð ríkisins. Það útilistaverk verður vígt haustið 2013. 

 

Grenndarsamfélagið

 

 

Kerhólsskóli leggur áherslu á tengsl skólans við íbúa sveitarfélagsins, stofnanir og  félög. Ákveðnir staðir hafa markvisst verið heimsóttir og tengjast þær ferðir oft á tíðum áherslum útinámsins. Sjá nánar hér.

 

Hér  má sjá skýrslur vegna þróunarverkefnanna og Grænfánaverkefnisins:

 

 

Breytum rétt- mengum minna

Krakkarnir í 5. og 6. bekk með nokkrar fartölvur sem á að farga

Krakkarnir í 5. og 6. bekk með nokkrar fartölvur sem á að farga

Nemendur í 5.  og 6. bekk hafa útbúið kynningarbækling í tengslum við verkefnið “ Breytum rétt, mengum minna“. Það verkefni snýst um að hvetja til söfnunar á ýmsum smáraftækjum sem send eru til endurnýtingar. Nemendurnir hafa unnið að þessu verkefni með náttúrufræðikennara sínum, Rögnu, í vetur.  Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér