Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

júlí 2017
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
25. júní 2017 26. júní 2017 27. júní 2017 28. júní 2017 29. júní 2017 30. júní 2017 1. júlí 2017
2. júlí 2017 3. júlí 2017 4. júlí 2017 5. júlí 2017 6. júlí 2017 7. júlí 2017 8. júlí 2017
9. júlí 2017 10. júlí 2017 11. júlí 2017 12. júlí 2017 13. júlí 2017 14. júlí 2017 15. júlí 2017
16. júlí 2017 17. júlí 2017 18. júlí 2017 19. júlí 2017 20. júlí 2017 21. júlí 2017 22. júlí 2017
23. júlí 2017 24. júlí 2017 25. júlí 2017 26. júlí 2017 27. júlí 2017 28. júlí 2017 29. júlí 2017
30. júlí 2017 31. júlí 2017 1. ágúst 2017 2. ágúst 2017 3. ágúst 2017 4. ágúst 2017 5. ágúst 2017

Útiskóli

Hópur starfsmanna Kerhólsskóla vann að þróunarverkefni skólaárið 2009-2010 sem tengist útikennslu.   Réttara er að tala um útinám en útikennslu þótt það orð sé mun algengara í umræðunni. Jakob Frímann Þorsteinsson (2008) talar um útinám, og í því er lögð áhersla á að nemandinn sé virkur í ferlinu. Oftar en ekki er sá skilningur lagður í orðið kennslu að hún sé framkvæmd af kennara en námið er hlutur nemandans. Í útinámi er því lögð áhersla á virkni nemandans í náminu – og fleiri geta vissulega kennt en kennarar enda jafningjafræðsla oftar en ekki árangursrík.

Stefna Kerhólsskóla í umhverfismennt er þessi:

 • Útinámssvæði verði þróað og nýtt við skólann.
 • Umhverfisnefnd starfi við skólann.
 • Skipulagðar vettvangsferðir sem allir nemendur skólans skuli fara í á sinni skólagöngu. Þessar vettvangsferðir verði með skýra vísun í námskrá árganga.
 • Skólanámskrá Kerhólsskóla beri umhverfisstefnu skólans glöggt vitni.
 • Nemendur fái markvissa fræðslu um umhverfismál, sjálfbæra þróun og gildi náttúruverndar fyrir hvert og eitt okkar sem erum hluti af svo dýrmætri heild sem jörðin okkar er.
 • Að nemendur og starfsmenn flokki allt rusl og endurnýting verði hafin.
 • Unnið verður að mótun umhverfisstefnu skólans og þar með framtíðarsýn hans og þessu komið á framfæri á vef skólans og í skólanámskrá.
 • Útikennslusvæði skipulagt við skólann.
 • Grenndarskógur. Skólinn verði kominn með land til ráðstöfunar fyrir trjárækt og matjurtaræktun 2012.
 • Þrír umhverfisdagar á ári í skólanum;
  o Dagur trjáræktar á vorin.
  o Dagur umhverfisins 25. apríl.
  o Dagur umhverfislistsköpunar á haustin.
 • Aðilum grenndarsamfélagsins verði boðin þátttaka í umhverfisdögum og samstarfi komið á við aðila sem tengjast umhverfismálum og eða skólanum á einhvern hátt.
 • Útikennsla verði eðlilegur þáttur í skólastarfinu.
 • Samstarf verði við grenndarsamfélagið á sem fjölbreytilegastan hátt í tengslum við útiskólann.
 • Rit um útikennslu og útikennslusvæði skólans verði unnið í tengslum við þróunarstarf á árunum 2010–2012.
 • Útilistaverk afhjúpað.
 • Grænfánanum flaggað.

Eitt af markmiðum Kerhólsskóla  er að nemendur skólans læri í náttúrunni um náttúruna, kynnist sögunni á söguslóðum og læri þar með að meta þá auðlegð sem þar býr betur og tengjast umhverfi sínu sterkari böndum. Ein besta leiðin til þessa er að nýta þá gullkistu sem umhverfi okkar hér er.

Vettvangsferðir skólans sem má setja í fjóra flokka;
1. Ferðir innan skólalóðar eða á staði sem eru í hjóla- eða göngufæri frá grunnskólanum.
2. Stuttar ferðir þar sem akstur er þó nauðsynlegur, dagpartur.
3. Dagsferðir.
4. Lengri ferðir þar sem dvalið er yfir nótt.

Nemendur og starfsmenn Kerhólsskóla hafa farið í margar ferðir undanfarin ár og farið er að vinna eftir skipulagi því sem finna má í skýrslunni. Í ágúst 2011 var t.d. farið í tveggja daga Þingvallaferð en um skipulag hennar er fjallað ítarlega um í útiskólaverkefninu. 

Þróunarverkefnið um útiskólann má finna í skýrslunni; Fjölbreyttir kennsluhættir í einstaklingsmiðaðri kennslu,  sem gefin var út í desember 2010.