Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

Þróunarverkefni

Vorið 2009 luku kennarar grunnskólans skýrslu um námsmatsvinnu undanfarinna ára þar sem m.a. komu fram sjónarmið nemenda, foreldra og kennara til hins breytta forms sem námsmatið hefur tekið á sig síðustu 2 árin.  Þróunarverkefnið hlaut styrk frá Kennarasambandi Íslands og ber heitið Þróun námsmats í einstaklingsmiðuðum kennsluháttum. Um verkefnið hefur verið gerð skýrsla (tengill).

Haustið 2009 fór af stað námskeið í fjölbreyttum kennsluháttum í samvinnu og með stuðningi Ingvars Sigurgeirssonar prófessors við Menntavísindasvið HÍ. 

Þróunarverkefni tengdist stefnumótun skólans og þar með námskrá hans og ber heitið Fjölbreyttir kennsluhættir í einstaklingsmiðaðri kennslu.  Allt frá því að Kerhólsskóli (áður Grunnskólinn Ljósaborg) varð til hefur vinna verið lögð í að  móta sérstöðu skólans og áherslur sem allt frá upphafi hans hafa verið á umhverfismennt, einstaklingsmiðun og list- og verkgreinar. Lesa má um fyrstu áherslur verkefnisins hér en í umfjöllun kennarahópsins varð úr að líta til námskrárgerðarinnar og vinna verkefnið í tengslum við hana, með þeim áherslum sem skólasamfélagið vill hafa.

Einstaklingsmiðun hefur tekið töluverðan tíma kennara síðustu ár og þó langt sé frá því að þeirri vinnu sé lokið – enda námsmat í eðli sínu eitthvað sem lýkur aldrei og skoðanir verða ætíð skiptar um, er nú áherslan að færast meira yfir á stefnumótun skólans í víðara samhengi.

Verkefnið sem tengist námskránni er tvískipt, annars vegar var hópur sem vann að því að móta læsisstefnu skólans.  Það er hið þarfasta mál því lestur er stór hluti af því hvernig nemanda tekst að nýta sér námið í skólanum.  Læsi er einnig vítt hugtak og margt sem fellur þar undir af námskrá hvers skóla.  Hins vegar var hópur útínámshópur, en hann horfði  til þess hvernig setja mátti inn í stefnu skólans meiri áherslu á umhverfi hans, bæði skólalóðina sjálfa og sögustaði og náttúrufyrirbæri sem umlykja okkur hér á alla kanta.   Einnig var áhugi á því að nýta þekkingu heima í héraði þannig að hún skili sér betur til barnanna, nýta umhverfið og búa til vinnuaðstöðu og námsumhverfi fyrir börnin úti við. 

Lokaskýrslu þessa verkefnis má finna hér.

Haustið 2010 hófst Þróunarverkefni sem tengist útikennslu og umhverfismennt sem heitir, Til móts við náttúruna.