Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

5. – 7. árgangur

 

Fyrirkomulag

Nemendur 5. og 7. bekkjar eru 9 talsins, fjórir í 5. bekk og fimm í 7. bekk og hafa aðsetur í sinni björtu og rúmgóðu stofu, sem enn hefur ekki verið nefnd. Hópurinn er í samkennslu í flestum tímum nema ensku og dönsku og samfélagsfræði. Þegar 5. bekkur er í ensku þá er 7. bekkur í dönsku og svo öfugt. Sama gildir um samfélagsfræði, þar er hópnum skipt eftir aldri.  Flestar kennslustundir eru 40 mín.  Sérkennari kemur að málum alls 6 kennslustundir í viku. Stundaskrá bekkjanna tekur mið af  tímafjölda viðmiðunarstundaskrár (Aðalnámskrá grunnskóla) í hverri námsgrein. Námsefni er að stærstum hluta fengið í úthlutun frá Námsgagnastofnun en auk þess er fengið ítarefni af vefnum og víðar. Val viðfangsefna og nálgun þeirra fer eftir þörfum hópsins.

 

Áhersluþættir

Fyrir utan hefðbundnar áherslur í ákveðnum námsgreinum, samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, eru sérstakar áherslur lagðar á einstaklingsmiðað nám annars vegar og samvinnunám hins vegar og að nemendur haldi vel utan um öll sín gögn, taki ábyrgð á eigin námi og standi skil á sínu.

 

Kennsluhættir og vinnulag

Kennsluhættir eru fjölbreyttir. Innlögn frá kennara, sjálfsnám og þemavinna. Nemendur verða vandir við að vinna í blönduðum hópum þar sem framlag hvers og eins skiptir máli. Mikið kapp er á lagt að tryggja vinnufrið og sjálfstæða verkefnavinnu til þess að nemendur geti helst unnið alla sína vinnu í skólanum. Orðabækur, handbækur og upplýsingaleit gegna lykilhlutverki svo nemendur læri að bjarga sér sjálfir og taki ábyrgð á eigin námi.

Það er stefna skólans að heimanám einskorðist að mestu við lestur, enda eru gerðar ríkar kröfur til þess að nemendur og foreldrar standi skil á heimalestri og kvittað sé fyrir hann í þar til gerðu hefti.

Skil á heimalestri eru skráð hjá kennara.

Sá heimalestur sem hér er nefndur er lágmarkskrafa, en allur aukalestur er vel þeginn og til hans hvatt af hálfu skólans. Nú er í gangi sérstakt lestrarátak, sem kennt er við Ævar vísindamann (okt. 2014 – feb. 2015). Þar mun reyna mjög á samvinnu heimila og skóla, að hvorir tveggja axli ábyrgð á því að vel takist til. Standa þá vonir til þess að lagt verði af mörkum til þess að vinna bug á þeim stóra vanda sem nú er á hvers manns vörum, og koma því þannig fyrir að flestallir grunnskólanemar geti lesið sér til gagns.

 

Læsi, sjálfbærni og lýðræði

Læsi, sjálfbærni og lýðræði eru nýir áhersluþættir í Aðalnámskrá grunnskóla og verður þess freistað að kynna þessi hugtök til sögu í öllu skólastarfi eftir því sem við á og tækifæri gefast til..

 

 

Námsmat

Við námsmat er lögð áhersla á fjölbreytni. Símat, jafningjamat, sjálfsmat, ferilmöppur, kannanir, brottferðarspjöld og leiðsagnarmat, eru dæmi um matsaðferðir sem beitt kann að verða. Við annaskil er tekið saman það sem metið hefur verið yfir önnina og það nýtt til að gefa foreldrum innsýn á stöðu nemandans. Niðurstöður námsmats eru nýttar til leiðsagnar í náminu og eru fyrst og fremst í formi umsagna. Námsmatið skal endurspegla kennsluhætti og í þeim er ávallt litið til náms og félagslegra markmiða skólans.

 

Umsjónarkennari

Bjarni Þorkelsson

Skólanámskrá_námsgreinahl_2014-2015

Skólanámskrá- námsgreinahluti 2013- 2014

Sjá nánar hér Skólanámskra námsgreinahluti 2012 -2013

  námsgreinahluti skólanámskrár Kerhólsskóla 2011-2012