Heimasíða Grímsnes- og Grafningshrepps

Viðburðir

febrúar 2018
Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur
28. janúar 2018 29. janúar 2018 30. janúar 2018 31. janúar 2018 1. febrúar 2018 2. febrúar 2018 3. febrúar 2018
4. febrúar 2018 5. febrúar 2018 6. febrúar 2018 7. febrúar 2018 8. febrúar 2018 9. febrúar 2018 10. febrúar 2018
11. febrúar 2018 12. febrúar 2018 13. febrúar 2018 14. febrúar 2018 15. febrúar 2018 16. febrúar 2018 17. febrúar 2018
18. febrúar 2018 19. febrúar 2018 20. febrúar 2018 21. febrúar 2018 22. febrúar 2018 23. febrúar 2018 24. febrúar 2018
25. febrúar 2018 26. febrúar 2018 27. febrúar 2018 28. febrúar 2018 1. mars 2018 2. mars 2018 3. mars 2018

Hagnýtar upplýsingar

Hér má finna efni um; forföll og leyfi, svefn, fímínútur og fatnað, kennslubækur, persónulega muni og meðferð þeirra, tryggingar og tjón, nesti, brunavarnir og neyðarskipulag og efni tengt óveðri á skólatíma.
 

Forföll og leyfi

Veikindi ber að tilkynna í upphafi skóladags.  Nemandi sem er veikur á að vera heima. Nemandi sem er að ná sér eftir veikindi getur fengið að vera inni í frímínútum og útivist enda komi beiðni þar um frá foreldri eða forráðamanni.  Sama gildir ef nemandi getur ekki mætt í íþróttir vegna veikinda.

 

Foreldrar leikskólanemenda eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna skólanum ef þeir hyggjast hafa börnin heima til lengri eða skemmri tíma.

Í grunnskóladeild skólans veitir umsjónarkennari leyfi til tveggja daga.  Ef þörf er á leyfi til lengri tíma ber að sækja um það skriflega til skólastjóra. Umsóknareyðublað er á  heimasíðu skólans. Öll röskun á námi nemandans sem hlýst af umbeðnu leyfi er á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. 

Ef nemendur fara ekki með skólabílnum að morgni eða heim úr skóla vegna veikinda eða annarra ástæðna verða foreldrar að láta skólabílstjórana vita.

 

Svefn

Börn og unglingar þurfa meiri svefn en fullorðnir. Börn í yngri deildum grunnskóla þurfa að jafnaði 10-12 tíma svefn og þau sem eldri eru þurfa 9-10 tíma. Svefn er börnum og unglingum mjög mikilvægur með tilliti til almenns þroska og náms. Ef svefn er ónógur minnkar athygli og geta til að taka þátt í námi og starfi.

 

Frímínútur – fatnaður

Nemendur í leikskóladeildinni fara að öllu jöfnu í útiveru daglega. Í grunnskóladeildinni fara nemendur út á skólalóð í frímínútum og er óheimilt að fara út af skólalóð á skólatíma. Nemendur í 8. bekk fá að vera inni á þriðjudögum og fimmtudögum ef þeir kjósa svo.

Nemendur eiga  að vera vel klæddir í samræmi við veður. Þegar úti er snjór er með öllu bannað að henda honum í börn, fullorðna og skólabyggingar.  Þeim sem hafa gaman af snjókasti er beint á ákveðinn stað á skólalóðinni til þess  Aðrir nemendur sem eru að byggja úr snjó eða eru við annan leik eiga að fá næði til þess.

 

Kennslubækur

Flestar kennslubækur fá nemendur að láni hjá skólanum.  Þegar þeir fá lánsbók merkja þeir hana í þar til gerðan reit.  Þar er einnig sagt til um ástand bókarinnar við móttöku.  Það ætti að vera metnaðarmál hvers nemanda að skila bókum í sem bestu ástandi.  Ef nemandi eyðileggur, týnir eða skemmir bók, hljóðbók eða hljóðdisk ber honum að greiða hana að fullu.

 

Persónulegir munir

Skólinn tekur enga ábyrgð á persónulegum munum nemenda. Mikilvægt er því að nemendur komi ekki með peninga í skólann að þarflausu eða skilji verðmæti eftir í fötum sínum í fatahengjum eða í búningsklefum.

 

Tryggingar og tjón

Ef nemandi slasast eða verður fyrir meiðslum í skóla á skólatíma, á skólalóð á skólatíma og í ferðum/ferðalögum á vegum skólans þá greiðir skólinn reikninga vegna komu þeirra á slysadeild. Tjón á eigum nemenda, s.s. fatnaði, gleraugum o.þ.h. er ekki bætt nema það verði rakið til mistaka starfsmanna sem við skólann starfa eða vegna vanbúnaðar skólahúsnæðis.
Allir nemendur skólans eru slysatryggðir en persónulegir munir nemenda eru ekki tryggðir. Það er því nauðsynlegt að brýna fyrir nemendum að skilja ekki verðmæti eftir þar sem ekki er hægt að hafa eftirlit með þeim. Ef nemandi veldur vísvitandi skemmdum á eigum skólans eða þeirra sem þar starfa, er hann bótaskyldur.

 

Nesti

Leikskólanemendur fá mat í hádeginu og í kaffitímum og er borgað sérstaklega fyrir það. Sjá nánar í reglum leikskóladeildarinnar.

Brýnt er fyrir grunnskólanemendum að hafa með sér hollt og gott nesti í skólann. Neysla sælgætis og gosdrykkja er ekki leyfð í skólanum. Undantekningar eru gerðar við sérstök tilefni í skólastarfinu. Nemendur fá ávexti í skólanum eftir hádegi á löngum skóladögum.

 

Brunavarnir og neyðarskipulag

Rýmingaráætlun er til fyrir skólann og hana má finna á heimasíðunni. Í skólanum hanga uppi myndir af útgönguleiðum ef rýma þarf húsið vegna bruna. Brunavarnarkerfi er í húsinu og umsjónarkennarar kenna nemendum rétt viðbrögð ef það fer í gang.

Haldin er brunaæfing að minnsta kosti einu sinni á skólaárinu.

 

Óveður

Að fella niður kennslu vegna veðurs er neyðarúrræði.  Ef ekki hefur komið tilkynning frá skólanum um að kennsla falli niður, en foreldrar telji veður viðsjált og hættulegt börnum sínum, halda þeir þeim að sjálfsögðu heima. Foreldra er fyrst og fremst ábyrgðin.  Slík forföll ber að tilkynna eins og önnur.

Skólabílstjórar og skólastjóri meta hvort fella þurfi niður skólaakstur vegna færðar eða veðurs.